Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
59
A
B
C
EPINEPHRINE — 8 days
MINUTES
B. McL +1367280
2. mynd
Rannsóknir á kolvetnaefnaskiptum sjúklings í sjúkrasögu 1.
2. mynd A: Epinephrine 0,03 mg/kg hefur verið gefið undir húð
og blóðsykur tvöfaldazt á fyrstu klukkustundinni. Þetta gefur til
kynna, að um eðlilegar birgðir af lifrar-glucogen er að ræða, og einnig,
að phosphorylasa-starfsemin er eðlileg.
2. mynd B: Eftir 12 klst. föstu voru sannur blóð.sykur (true blood
glucose) og öll súreyðandi efni (total reducing substances) mæld
samtímis. Eins og sjá má af myndinni, er ekki um neitt óeðlilegt ósam-
ræmi að ræða. Ef um fructosemia eða galactosemia væri að ræða,
myndi sannur blóðsykur vera mjög lágur, þrátt fyrir eðlilegt magn
súreyðandi efna.
2. mynd C: Þessi mynd sýnir eðlilegar niðurstöður af tolbutamide —
þolprófi. Plasma-insúlín hækka mjög skyndilega örfáum augnablikum
eftir, að tolbutamide hefur verið gefið í æð, og blóðsykur lækkar sam-
svarandi. Þar sem insúlínframleiðslan er mun minni en þegar um eyja-
frumuauka (islet cell hyperplasia) eða -æxli (adenoma) er að ræða,
kemst blóðsykurinn í samt horf mun fyrr en búast mætti við, ef um
þessa sjúkdóma væri að ræða. Einnig má sjá, að vaxtarhormón hækkaði
á eðlilegan hátt, þegar blóðsykur var hvað lægstur, 60 mínútum eftir
að tolbutamide var gefið.