Læknablaðið - 01.04.1968, Síða 49
ÆKNABLAÐIÐ
LÆKNABLAÐIÐ
54. árg. Apríl 1968
rELAGSPRENTSMIÐJAN H F.
NORRÆNT LYFLÆKNA-
ÞING í REYKiAVÍK
Fyrsta þing norrænna lvf-
lækna var lialdið i Gaulaborg
árið 1896. Frumkvæði að því
áttu norsku yfirlæknarnir Ivlaus
Hansen í Bergen og Laache í
Kristjaníu, en það hafði verið
á dagskrá nokkuð lengi ineðal
norrænna vísindamanna, að
þörf væri á nánari samvinnu.
Síðan hafa verið haldin norræn
lvflæknaþing annað hvert ár,
með nokkrum frávikum þó
vegna styrjalda, og verður 31.
þingið lialdið í Reykjavík dag-
ana 26.—29. júní næstkomandi.
Til þessa hafa þingin verið
haldin til skiptis i háskólaborg-
um hinna Norðurlandanna, en
nú verður það í fyrsta sinni, að
íslenzk læknasamtök takast
þennan vanda á hendur. Á
mörgum þingum hafði þetta
verið fært í tal við íslenzka
lækna, en þeir færzt undan og
borið fyrir sig gildar ástæður,
en á þinginu í Kaupmannahöfn
1964 lofuðu íslenzku fulltrú-
arnir að leggja málið fyrir fund
í Félagi lyflækna. Yar þetta
gert og nefnd falið að athuga
/o
málið, en i henni áttu sæti
Öskar Þórðarson, Theódór
Skúlason og Tómas Á. Jónas-
son. Nefndin skilaði áliti li. 28.
4. 1966, og var það á þá leið,
að Félag lyflækna væri fært
um að standa fyrir þingi nor-
rænna lvflækna í Reykjavik
árið 1968, þó með því skilyrði,
að fjöldi erlendra þátttakenda
yrði ekki yfir 200.
Hinn 2. maí 1966 var sam-
þykkt á fundi Félags lyflækna,
að félagið skyldi bjóðast til að
standa fyrir þingi í Reykjavík
í júní 1968 og Óskar Þórðarson
yrði forseti þingsins. Þetta til-
kynnti formaður félagsins, Sig-
urður Þ. Guðmundsson, stjórn
Félags norrænna lyflækna, og
var þessu boði tekið á aðalfundi
þess félags í Ábo í júní 1966.
Samkvæmt lögum Félags nor-
rænna lyflækna skal það félag,
sem stendur fvrir þingi, kjósa
nefnd, er skipuleggur þingið,
stjórnar því, ákveður þátttöku-
gjald og ber ábyrgð á þeim
kostnaði, sem af þinginu lilýzt.
Aðalviðfangsefni þingsins
voru ákveðin í samráði við
aðildarfélögin, og átturn við ís-
lenzku lyflæknarnir tillögurnar
að þeim.
Þinggjöld eru aldrei það
mikil, að þau nægi fyrir kostn-
aði af þinghaldi, og verður því
að afla þess fjár, sem á vantar,
með öðru móti. í nágrannalönd-
um okkar styrkja stórfyrirtæki,
einkum lyfjaiðnaðurinn, þing-