Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ
77
Ársskýrsla stjórnar Læknafélags Reykjavíkur
1967 til 1968
Félagatal Skráðir félagsmenn í L. R. eru nú 194. Gjaldskyldir eru
taldir þeir læknar og læknakandídatar, sem á félagssvæð-
inu starfa. í félagið gengu á árinu fimm nýir félagsmenn, en sex létust.
Stjórn og Engin breyting varð á stjórn og meðstjórn Læknafélags
nieðstjórn Reykjavíkur á þessu ári. í henni eiga sæti Árni Björnsson
formaður, Guðjón Lárusson ritari, Magnús Ólafsson gjald-
keri, og í meðstjórn Víkingur H. Arnórsson, Halldór Arinbjarnar, Ólafur
Jensson, Sigmundur Magnússon, Stefán Bogason, Hörður Þorleifsson,
Jón Gunnlaugsson, Ólafur Jónsson og Þorgeir Gestsson.
Sjóðstjórnir og Stjórn Ekknasjóðs var endurkosin á síðasta aðalfundi,
endurskoðendur þeir Ólafur Einar.sson, Bergsveinn Ólafsson og Hall-
dór Hansen. í stjórn Heilsufræðisýningarsjóðs eru
þeir Ólafur Helgason, Bjarni Jónsson og Björn Önundarson. Endur-
skoðendur voru kjörnir á síðasta aðalfundi þeir Guðmundur Eyjólfsson
og Tómas Á. Jónasson, til vara Björgvin Finnsson og Hannes Þórarins-
son.
Fundahöld Á því starfsári, sem nú er að líða. hafa verið haldnir sjö
almennir fundir og fjórir aukafundir. Af almennu fund-
unum hafa fjórir verið haldnir á sjúkrahúsum þeim, sem árlega bjóða
Læknafélaginu til fundarhalda, og hafa læknar hlutaðeigandi sjúkra-
húsa séð um fundarefni. Þrír erlendir gestir hafa flutt erindi á vegum
félagsins, og tveir aukafundir hafa verið haldnir um félagsmál.
Fyrri aukafundurinn, 15. 2. 1967, fjallaði um álit læknisþjónustu-
nefndar Reykjavíkur um framtíðarskipulag læknisþjónustu í borginni.
Sá fundur var allfjölmennur, og kom fram veruleg gagnrýni á nefndar-
álitið, en þó mest þau atriði, er vörðuðu svæðaskiptingu og veitingu
sérfræðiréttinda til handa almennum læknum. Þá töldu nokkrir læknar,
að allmjög væri höggvið af starfsfrelsi lækna í ákveðnum greinum
nefndarálitsins, ef þær næðu fram að ganga. Ljóst var af viðbrögðum
íundarmanna, að ekki mundi hægt að fallast á álitið óbreytt.
Stjórn L. R. skipaði þá nefnd til að fjalla um framtíðarskipulag
læknisþjónustu í borginni, og er henni falið að undirbúa tillögur af
hálfu Læknafélagsins um þessi atriði, en jafnframt að starfa með
læknisþjónustunefnd borgarinnar. Sú nefnd hélt einn fund með stjórn
L. R. og fulltrúa L. R. í læknisþjónustunefnd borgarinnar, Arinbirni
Kolbeinssyni. Á fundi þessum voru rædd mjög rækilega helztu atriði,
sem læknar höfðu gagnrýnt í áliti borgarnefndarinnar, og var fulltrúa
Læknafélags Reykjavíkur falið að bera fram tillögur um breytingar.
Álit læknisþjónustunefndar borgarinnar með áorðnum breytingum mun