Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1968, Page 63

Læknablaðið - 01.04.1968, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 81 Þegar Domus Medica setti á stofn sína eigin skrifstofu í húsa- kynnum núverandi bókasafns, tók hún að sér bókhald stofnunarinnar, og missti skrifstofa læknafélaganna þar nokkurn tekjustofn. Af framanskráðu er augljóst, að starfsemi skrifstofu læknafélag- anna er orðin það umfangsmikil, að vafasamt er, hvort rekstur sem þessi væri hagkvæmur með minna starfsliði og minni kostnaði. Hins vegar mætti vafalaust með aukinni hagræðingu á skrifstofunni og betri nýtingu vinnukrafts fjölga arðbærum verkefnum skrifstofunnar og auka þannig tekjur þær, sem skrifstofan getur haft af starfsemi sinni. Er þarna sérstaklega um að ræða lífeyrissjóðina, sem skrifstofan ætti að hafa umsjón með, og fleiri tekjustofnar koma vafalaust til greina. Hvað snertir starfsfólk skrifstofunnar, var skrifstofustúlkum fé- lagsins upp úr síðastliðnum áramótum gefinn kostur á að segja störfum sínum lausum með tilliti til þess, að gerðar yrðu breytingar á starfsliði. Sömuleiðis er ráðningarsamningur framkvæmdarstjóra félagsins nú í endurskoðun. Starfsfólk á skrifstofu Læknafélags Reykjavíkur er: Sigfús Gunnlaugsson framkvæmdarstjóri, Birna Loftsdóttir ritari og Ingibjörg Bjarnadóttir ritari. Stjórn L. R. þakkar þeim störfin í þágu félagsins. Lögfræðileg Svo sem undanfarin ár hefur stjórn félagsins notið að- aðstoð stoðar lögfræðinga við samningagerðir, bæði við stjórnir sjúkrahúsa, sjúkrasamlög og Tryggingarstofnun. Hefur sú lögfræðiaðstoð þó verið mun minni á þessu starfsári en hinu næsta á undan, því að ekki hafa verið á döfinni neinar meiri háttar breyt- ingar á samningum né deilur um samninga. Lögfræðingar félagsins hafa eins og áður verið þeir Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Sveinn Snorrason, og hefur samstarfið við þá verið með ágætum. Vill stjórn félagsins flytja þeim beztu þakkir fyrir störf þeirra í þágu félagsins. STÖRF NEFNDA Samninganefnd Nefndina skipuðu Stefán Bogason formaður, Jón heimilislækna Gunnlaugsson og Þorgeir Jónsson. Samningum heimilislækna var að venju sagt upp fyrir áramótin 1966—1967. Samninganefndin sendi síðan S. R. bréf 28. 4. 1967 varðandi þau atriði, sem hún taldi, að þyrftu endurskoðunar við. Allmikill dráttur varð á, að samningaviðræður hæfust. Viðsemjendur okkar töldu sig þurfa að fá úrskurð yfirboðara sinna um það, hvort ýmis samningsatriði brytu í bága við gildandi verðstöðvunarlög, og mátti bíða lengi eftir því. Þá var talið heppilegra, að samninganefnd sérfræðinga gengi frá sínum samningum, áður en samningar fyrir heimilislækna hæfust, vegna ákveðinna tengsla milli samninganna. Þó að óformlegar viðræður hefðu farið fram, var komið fram í júlíbyrjun, þegar samninganefnd heimilislækna mætti til formlegs samningafundar, enda var gengið frá eftirfarandi atriðum á þessum eina fundi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.