Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 68

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 68
86 LÆKNABLAÐIÐ sjúkrahúsum í Reykjavík, Félagi læknanema og læknafélögunum. Þessi .samstarfsnefnd hefur skipt með sér verkum, gert áframhaldandi könnun á bókasafnsaðstöðu ýmissa stofnana og íhugað leiðir til úrbóta. Nefndin álítur mikla nauðsyn að koma upp nothæfu miðsafni og að heppilegast sé, að allir notendur sameinist um að styðja slíkt safn, sem verði hluti úr Háskólabókasafni. Er útlit fyrir, að þær stofnanir, sem nú eiga vísi að safni, fallist á aðild að slíku miðsafni og styðji það. Nefndin hefur haft samband við aðila utanlands, sem líklegt þótti að gætu gefið ráðleggingar og aðstoð við áætlanir um uppbyggingu safns. Aðstoðarforstjóri National Library of Medicine í Washington, U. S. A., Mr. Scott Adams, kom til Reykjavíkur í des. ,sl. í stutta heimsókn og sat tvo fundi með nefndinni og heimsótti ýmsar stofnanir. Hefur hann þegar gefið nefndinni ýmsar ábendingar og lofað áfram- haldandi aðstoð. Einnig hefur hr. Folke Ström, háskólabókavörður í Gautaborg, lofað nefndinni ráðleggingum og gagnrýni. Nefndin hefur að undanförnu unnið að samningu álitsgerðar og ákveðinna tillagna um úrlausn bæði til bráðabirgða og til frambúðar. Er þess að vænta, að sú álitsgerð verði innan tíðar lögð fyrir .samstarfs- nefndina og hina ýmsu aðila hennar. Skemmtinefnd í henni eiga sæti þeir Tryggvi Þorsteinsson, Guðjón Guðnason og Ólafur Jensson. Árshátíð L. R. árið 1967 var haldin að Hótel Borg hinn 18. 3. 1967, eða nokkru eftir aðalfund. Að vanda hafði skemmtinefnd hug á að halda fram heimagerðum skemmtiatriðum. Var Jón Þórarinsson tón- skáld fenginn til að stjórna kór 10 lækna, og voru æfð mörg lög. Carl Billich sá um undirleik. Auk þess söng Ólafur Jensson ásamt læknakór gamankvæði um Domus Medica, sem Ólafur Tryggvason hafði samið. Allur þessi söngur tókst vel, og var söngvurum og stjórnanda til ,sóma. Þrátt fyrir tímanlega og rækilega auglýsingu um þessa árshátíð var þátttaka afar léleg, og varð því fjárhagslegt tap á skemmtun þessari. Var ekki um annað að gera en biðja L. R. um lán á mismuninum til næstu árshátíðar. Eins og að framan greinir, var árshátíð L. R. árið 1967 haldin eftir aðalfund. Voru því haldnar tvær árshátíðir þetta síðastliðna starfsár. Árshátíð L. R. fyrir árið 1968 var haldin að Hótel Borg 24. 2. 1968. Ólafur Mixa tók saman skemmtiþætti og stjórnaði. Auk þess flutti Arinbjörn Kolbeinsson ræðu fyrir minni kvenna. Þóttu þessi .skemmti- atriði takast vel. Þátttaka var góð. Matur var gómsætur, og þjónusta var einstaklega vel undirbúin af hálfu hótelsins. Góður hagnaður varð af árshátíð þessari, enda var skemmtinefnd það nokkurt kappsmál að geta endurgreitt L. R. skuldina frá því árinu áður. Að venju var jólatrésskemmtun L. R. og Lyfjafræðingafélags ís- lands haldin að Hótel Borg 29. des. 1967. Jólatrésnefnd félagsins skipa þeir Geir H. Þorsteinsson og Snorri Jónsson. Fór skemmtun þessi vel fram. Virðist eðlilegt, að í framtíðinni verði jólatrés.skemmtun lækna- félagsins haldin í Domus Medica, enda mun húsrými þar nægilegt fyrir slíka samkomu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.