Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 75

Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 75
LÆKNABLAÐIÐ 91 eða einsdæmi, að tveir lífeyrissjóðir væru fyrir sömu stétt manna i þjóðfélaginu, og enn fremur, að hvergi kæmi fram í reglugerðinni, hvað iðgjald til sjóðsins ætti að vera hátt, og í þriðja lagi, að hann fengi ekki séð, að sjóðurinn gæti staðið undir skuldbindingum sínum, nema fé hans væri ávaxtað með hærri vöxtum en leyfilegir væru. Fjármálaráðherra sendi stjórn Lífeyri&sjóðsins þessar athugasemdir, og fól hún Guðjóni Hansen tryggingarfræðingi að yfirfara athugasemdir Guðmundar K. Guðmundssonar og svara þeim eftir því, sem viðeigandi væri. Stjórn Lífeyrissjóðs lækna sendi síðan fjármálaráðuneytinu svar Guðjóns Hansens við athugasemdum Guðmundar K. Guðmundssonar og lét í ljós þá ósk, að reglugerð sjóðsins yrði staðfest í þeirri mynd, sem hún nú væri. Með bréfi dags. 10. maí 1967 sendi fjármálaráðu- neytið stjórn Lífeyrissjóðsins reglugerðina staðfesta, skv. ákvæðum 13. gr. laga nr. 90, 1965. Að fenginni staðfestingu reglugerðar Lífeyrissjóðsins ritaði stjórn sjóðsins fjármálaráðherra bréf, dags. 25. maí, þar sem farið er fram á, að iðgjöld til sjóðsins verði frádráttarbær til skatts að fullu og staðfesting sjóðsins verði látin verka aftur fyrir sig, vegna þeirra lækna, sem greitt höfðu í sjóðinn á árinu 1966. Svar hefur ekki enn þá borizt frá fjármálaráðherra við þessari málaleitan, en þess skal getið, að framkvæmd skattayfirvalda var sú vegna framtals fyrir 1966, að iðgjöld til sjóðsins munu hafa verið leyfð til frádráttar hjá öllum þeim sjóðfélögum, sem vitað er um. Að vísu var ekki nema hluti ársiðgjalds, sem kom á það ár, og verður því mun hærri upphæð á framtölum fyrir 1967, eða allt að kr. 60.000.00 hjá þeim, sem greiða fullt iðgjald. Hinn 29. júlí 1967 var haldinn aðalfundur Lífeyrissjóðs lækna í framhaldi af aðalfundi Læknafélags íslands. Arinbjörn Kolbeinsson, form. stjórnar Lífeyrissjóðsins, setti fundinn og gerði grein fyrir þeim bréfaskriftum, sem farið höfðu fram milli fjármálaráðuneytisins og stjórnar Lífeyrissjóðsins. Hann taldi, að mikill sigur hefði unnizt við það að fá reglugerð sjóðsins staðfesta, og enn fremur taldi hann, að fást mundu frádregin til .skatts iðgjöld í sjóðinn, enda þótt ekki hefði borizt formlegt svar frá ráðuneytinu þar að lútandi. Þá voru lesnir upp reikningar fyrir Lífeyrissjóðinn, og kom þar fram, að innborguð iðgjöid fyrir árið 1966 námu 1,1 milljón króna, og var fjöldi iðgjaldsgreiðenda 38. Síðan var gengið til stjórnarkosningar fyrir Lífeyrissjóðinn, og hlutu kosningu þeir Víkingur H. Arnórsson, Jón Gunnlaugsson og Kjartan Jóhannsson í aðalstjórn, en í varastjórn Sigurður Ólason, Akureyri, Guðmundur Björnsson og Jón Þorsteinsson. Eitt fyrsta verk hinnar nýskipuðu stjórnar var að fela Guðjóni Hansen tryggingarfræðingi að semja yfirlit yfir þær bætur, er sjóður- inn greiðir, miðað við ákveðnar iðgjaldagreiðslur, svo og að gera samanburð á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóði lækna með tilliti til bótagreiðslna og iðgjalda. Yfirlit þetta var síðan sent öllum félagsmönnum Læknafélags íslands ásamt umsóknareyðu- blaði um inngöngu í sjóðinn. í árslok 1967 höfðu 90 læknar gengið í Lífeyrissjóð lækna, og innborguð iðgjöld voru 3,5 milljónir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.