Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 87

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 87
LÆKNABLAÐIÐ 101 staðar, en joðmagn kirtilsins tvöfalt meira (Júlíus Sigurjónsson 1961). Á þessum forsendum tókst samvinna fyrir forgöngu dr. J. Crooks milli lækna frá háskólanum í Aberdeen og nokkurra lækna á Land- spítalanum. Ákveðið var að rannsaka tíðni finnanlegrar stækkunar á skjaldkirtli kvenna, barnshafandi og annarra, og bera þetta saman við niðurstöður frá Skotlandi. Samtímis var ákveðið að reyna að gera sér frekari grein fyrir eðli skjaldkirtilsbreytinganna í báðum löndum með rannsóknum á joðefnaskiptum. Mun dr. Crooks hér á eftir gera grein fyrir niðurstöðum af þessum athugunum. Efniviður Við ákvörðun stærðar skjaldkirtils var beitt þeirri aðferð, og sem Crooks o. fl. höfðu lýst 1964. Skulu þá fjórir athugend- aðferðir ur, hver í sínu lagi, gera sér grein fyrir, hvort skjaldkirtill er sýnilegur og finnanlegur með þreifingu. Sjúklingarnir eru látnir sitja með beran hálsinn andspænis athuganda. Síðan eru sjúklingarnir látnir kyngja vatnssopa, og athugandinn lítur um leið eftir fyrirferðaraukningu á skjaldkirtilsstað. Þetta er endurtekið, og þá lítur athugandinn eftir hinu sama frá hlið, um það bil 45° frá báðum hliðum. Sýnileg stækkun er skilgreind sem hver sú fyrirferðaraukning á skjaldkirtilsstað, sem með þessu móti sést hreyfast upp á við. Til ákvörðunar á því, hvort skjaldkirtill sé finnanlegur við þreif- ingu, stendur athugandinn fyrir aftan sjúklinginn með þumalfingur í hnakkagróf hans, en sjúklingurinn beygir höfuðið lítið eitt áfram. Mið- fingur athugandans hvíla framan á hálsi sjúklings við innri rönd musc. sterno-cleide masteideus. Sjúklingurinn er svo fenginn til að kyngja vatnssopa, eins og fyrr er lýst, þrisvar sinnum. Hver sú fyrirferðar- aukning, sem þá finnst við þreifingu, er skilgreind sem finnanlegur kirtill. Umræður Samanburður á stærð skjaldkirtils milli þjóða krefst ákveð- inna skilyrða, svo að treysta megi niðurstöðum. Þessum skilyrðum þarf að fullnægja: 1) Aðferðin þarf að vera einföld. 2) Unnt þarf að vera að endurtaka tilraunir, án þess að verulega muni á niðurstöðum. 3) Um þarf að vera að ræða samtímis mat fleiri athugenda. 4) Aðferðin þarf að vera eins laus við huglægt (subjektivt) mat og frekast er unnt. Ofangreind aðferð (Crooks o. fl. 1964) hefur verið metin af öðrum læknum (London o. fl. 1967) og hefur staðizt gagnrýni um fyrrgreind atriði. Það styrkir enn fremur þessa skoðun, að tveir sömu athugenda gerðu sams konar athuganir í tveimur löndum, og báðar sýndu þær gott samræmi við aðra athugendur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í sem styztu máli þessar: 1) Ekki fannst stækkun á skjaldkirtli íslenzkra barnshafandi kvenna. 2) f Skotlandi höfðu tvisvar sinnum fleiri barnshafandi konur stækkaðan skjaldkirtil en konur, sem voru ekki með barni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.