Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 93
LÆKNABLAÐIÐ
105
‘Jtá lœkhum
Ársæll Jónsson, Atli Dagbjartsson, Davíð Gíslason, Guðni Þor-
steinsson, Guðrún Agnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Björns-
son og Snorri Sv. Þorgeirsson luku embættisprófi í læknisfræði við
Háskóla íslands í byi'jun febrúar 1968.
★
Þórir Arinb.jarnarson fékk almennt lækningaleyfi 27. nóvember
1967 og Birgir Guðjónsson 28. nóvember 1967.
-k
Knútur Björnsson var hinn 22. september 1967 viðurkenndur sér-
fræðingur í skapnaðarlækningum. Hann er fæddur 1. maí 1930 á Skál-
um á Langanesi, stúdent frá M. A. 1951, cand. med. frá Háskóla ís-
lands vorið 1959, fékk almennt lækningaleyfi 26. ágúst 1963. Hann
var námskandídat í Reykjavík og í Hilleröd í Danmöx-ku og starfaði
síðan á sjúkrahúsum í Danmörku í nokkra mánuði. Hann var því næst
við sérnám í Svíþjóð samtals um sex ár, fyrst í Kristinehamn, Várnamo
og Trollháttan, og þá rúm þrjú ár í Malmö. Hann var héraðslæknir í
Raufarhafnarhéraði í febrúar til september 1963. Hann hefur starfað
við handlækningadeild Landspítalans frá því sumarið 1967 og rekið
lækningastofu í Reykjavík frá október 1967. Sérfræðii’itgerð: Balanitis
xerotica obliterans hos barn (Nord. med. 1967).
★
Hrafnkell Helgason, séi'fræðingur í lyflækningum, var hinn 29.
nóvember 1967 viðurkenndur sérfræðingur í lungnasjúkdómum sem
undirgrein.
★
Magnús L. Stefánsson hefur verið settur héraðslæknir í Vopna-
fjarðarhéraði frá 1. desember 1967 og jafnframt settur til að gegna
Þórshafnarhéraði frá sama tíma.
★
Guðmundur B. Guðmundsson og ísak G. Hallgrímsson hafa opnað
lækningastofu í Reykjavík. Taka þeir sameiginlega að sér heimilislækn-
ingar fyrir sjúkrasamlag, þannig að samlagsmönnum gefst aðeins kost-
ur á að velja þá saman sem heimilislækna, og hefur það fyrirkomulag
ekki verið reynt áður. ísak G. Hallgrímsson er þó settur héraðslæknir
í Raufarhafnarhéraði, og jafnframt í Kópaskershéraði, til 16. marz
1968.