Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 249 Ai\nar Árni Bjömsson, Gísli Auðunsson, Sigmundur Magnússon, Arin- björn Kolbeinsson og landlæknir. Landlæknir þakkaði L.í. fyrir að hafa gert þessa könnun og viðurkenndi, að læknaskipunarlögin þyrftu breytinga við og tillaga í því efni lægi nú hjá ríkisstjórninni til athugunar fyrir næsta Alþingi. Kvaðst landlæknir sammála Helga, að lítill sem enginn árangur hefði orðið af læknaskipunarlögum frá 1965. Ræddi hann nokkuð um læknamiðstöðvar og væntanlegan kostnað við stofnun þeirra og kvað lítið verða aðhafzt, fyrr en Alþingi hefði samþykkt breytingu á læknaskipunarlögum. Lýsti landlæknir ánægju sinni yfir að fá Lækna- félag íslands sem styrkan aðila í lið með sér við stjórn og þing. Land- læknir sýndi tillöguuppdrátt að læknamiðstöð í dreifbýli, 300 m2 hús, sem áætlað var að kostaði 4.5 milljónir. Ræddi hann síðan nokkuð um aðstoð við héraðslækna, hjúkrunarkonur, ritara og annað aðstoðar- fólk, og kvaðst á ferðum sínum um landið undanfarið hafa brýnt fyrir forráðamönnum héraða nauðsyn framlaga héraðanna til úrbóta. Að lokinni ræðu landlæknis urðu enn fjörugar umræður um mál- ið, og gat Helgi Valdimarsson þess, að nauðsyn væri á nýrri ráðstefnu um heilbrigðismál, sem fjallaði um læknamiðstöðvar og væri réttast að halda á hausti komanda í sambandi við afmælishátíð Læknafélags íslands. Páll Gíslason upplýsti, að tillaga frá Læknafélagi Vesturlands um ráðstefnu um lækningamiðstöðvar á hausti komanda yrði lögð fyrir fundinn. Tillaga Helga Valdimarssonar og félaga (fsk. 10) var síðan sam- þykkt samhljóða. Skoðanakönnun meðal Helgi Valdimarsson flutti fróðlegt erindi um yngri lækna varðandi skoðanakönnun á starfsvali ungra og verð- sérnám og almenn andi lækna. læknisstörf Úrták úr erindi hans: Könnunin var gerð til að athuga áhrif ákveðinna stjórnsýsluað- gerða í heilbrigðismálum á starfsval lækna. Allir svarendur nema einn telja, að heimilislækningar hafi hlutverki að gegna í framtíðinni. Lang- flestir álíta, að viðurkenna beri heimilislækningar sem sérfræðilegt viðfangsefni. Könnunin sýnir ótvírætt, að slík viðurkenning mundi hvetja marga til að afla sér framhaldsmenntunar í heimilislækningum. Eng- inn ætlar sér að stunda lækningar einsamall í héraði, en margir kjósa læknamiðstöðvar utan Reykjavíkur. Meira en helmingur þeirra, sem eru ekki afhuga heimilislækningum, setja læknamiðstöðvar sem skil- yrði fyrir því, að þeir leggi stund á þessa grein lækninga. Formaður L.í. þakkaði Helga merkilega rannsókn. Landlæknir sagði, að í tillögunum um breytingu á læknaskipunarlögum væri gert ráð fyrir, að heimilislæknisstörf yrðu gerð að sérgrein. Árni Björnsson upplýsti, að endurskoðun reglugerðar um sérfræðiviðurkenningu gerði einnig ráð fyrir hinu sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.