Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 46
262 LÆKNABLAÐIÐ Þá barst félaginu bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, þar sem óskað var eftir því, að L.f. tilnefndi mann í nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag þessara mála, og var Hannes Finn- bogason tilnefndur. Hefur sú nefnd lokið störfum og skilað eftirfar- andi áliti: Með bréfi dagsettu 15. desember 1967 skipaði háttvirtur dóms- og kirkjumálaráðherra, Jóhann Hafstein, okkur undirritaða ti) að gera tillögur um fyrirkomulag framkvæmda á ákvæði læknaskipunarlaga um læknisþjónustu fyrir síldveiðisjómenn fyrir síldarvertíð 1968. Tillögur okkar, sem fara hér á eftir, eru miðaðar við þær aðstæður, sem ríkt hafa undanfarin ár á síldveiðum við ísland, bæði hvað snertir veiðisvæði, fiskibáta og tiltæk aðstoðarskip. Sérstök áherzla hefur verið lögð á að flýta störfum nefndarinnar, þannig að hægt væri að framkvæma tillögurnar fljótlega og án veru- legs tilkostnaðar. 1. Gerð verði skrá yfir þær erlendar strandastöðvar, sem liggja næst síldveiðisvæðunum, þar sem tilgreind sé kallbylgja stöðvarinnar, svo og upplýsingar um þá læknisþjónustu, sem þar er að fá. Skrá- in verði gerð tiltæk öllum síldveiðiskipum og komi síðar i íslenzka sjómanna-almanakinu. 2. Samkomulag verði gert við þær þjóðir, sem hafa aðstoðarskip á þessum slóðum, um, að íslenzk síldveiðiskip megi leita aðstoðar þeirra um læknishjálp, ef á þarf að halda. Fyrrnefnd skrá inni- haldi einnig nauðsynlegar upplýsingar um þessa þjónustu. 3. Verði síldveiðar stundaðar af fjölda íslenzkra fiskiskipa á fjar- lægum miðum, er æskilegt, að skip með aðstöðu til fyrstu læknis- hjálpar sé að jafnaði tiltækt fyrir meginhluta flotans. Nauðsyn- legt er, að slíkt skip uppfylli vissar lágmarkskröfur um stærð, út- uunað læknisstofu og aðbúnað fyrir sjúklinga og lækni. 4. Að lokinni fyrstu hjálp er mjög æskilegt, að hægt sé að flytja sjúklinginn sem fyrst á sjúkrahús í landi, ýmist með aðstoðarskip- inu sjálfu, öðrum skipum, þyrlum eða flugbátum, innlendum eða erlendum eftir aðstæðum. Slik aðstoðarskip ættu því helzt að hafa góðan gang, þyrluþilfar og radíótæki til viðskipta bæði við fjar- lægar strandastöðvar og flugvélar. 5. Á undanförnum árum hafa ýmsar gerðir aðstoðarskipa fylgt ís- lenzka síldarflotanum á fjarlæg mið, og þar sem gera má ráð fyrir, að sömu eða svipuð skip haldi áfram þeirri þjónustu, þá hefur nefndin sérstaklega rætt, hvort komið gæti til greina, að einhver þeirra hefðu lækni um borð. Þau virðast hins vegar öll hafa ein- hverja þá annmarka, sem gera þau illa hæf til þeirrar starfsemi jafnhliða aðalstörfum sínum, — nema stóru íslenzku varðskipin. 6. Nefndin mælir því eindregið með því, að stóru íslenzku varðskip- in verði öll útbúin þannig, að þau henti til að veita fyrstu læknis- hjálp. Með tiltölulega lítilli fyrirhöfn má bæta sjúkraaðstöðu þeirra, þannig að hún geti talizt viðunandi, en aðra æskilega eigin- leika hafa þau öll nú þegar til að bera. Yrðu þá alltaf einhver þeirra tiltæk til að fara með stuttum fyrirvara til aðstoðar fiski- skipaflotanum á fjarlægum miðum, ef ástæða þætti til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.