Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 24
246 LÆKNABL AÐIÐ Öimur Loks voru tekin fyrir önnur mál. Arinbjörn Kolbeinsson mál kvaddi sér hljóðs og ræddi nokkuð um Félag embættislækna, sem fyrirhugað hafði verið að stofna. Ólafur heitinn Björnsson, læknir á Hellu, hafði mest unnið að þessu máli, og hafði málið fallið nið- ur við fráfall hans. Þórður Oddsson hvatti til stofnunar þessa félags, en Valgarð Björnsson sagði það álit Læknafélags Norðvesturlands, að ótímabært væri að ráðast í stofnun þessa félags. Þórður Oddsson stakk þá upp á, að Læknafélagi íslands yrði falið að leita álits svæðafélaganna á þessu máli og lagði fram tillögu (fsk. 5). Fundi var frestað til morguns, áður en tillagan yrði tekin fyrir. SÍÐARI DAGUR Hinn 23. júní kl. 10 setti formaður fund að nýju. Kominn var á fundinn landlæknir, Sigurður Sigurðsson, og bauð formaður L.í. hann sérstaklega velkominn. Formaður skipaði Valgarð Björnsson fundarstjóra og Sigurð Óla- son fundarritara. Þá kvaddi landlæknir sér hljóðs og ávarpaði fundinn og lýsti ánægju sinni yfir að hafa verið boðaður á fundinn og taldi sig reiðu- búinn að taka þátt í umræðum og skýra þau mál, er hann gæti. Lagði hann áherzlu á mikilvægi góðs samstarfs við lækna fyrir landlæknis- embættið. Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og kvað fulltrúa Læknafé- lags Suðurlands, Örn Bjarnason, mættan, og þegar kjörbréfanefndhafði fjallað um kjörgögn hans, voru þau samþykkt. Domus Þá var gengið til dagskrár og fyrst tekið fyrir framhalds- Medica umræða um Domus Medica og greiðslufyrirkomulag lækna- félaganna til þess. Nokkur gagnrýni hafði komið fram á stjórnarskipun Domus Medica og ágreiningur verið um það, hvort fjár- framlag læknafélaganna til Domus Medica skyldi óafturkræft framlag eða lán framvegis. Eftir nokkrar umræður var tillaga Bjarna Bjarna- sonar (fsk. 4) samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá var rædd tillaga Valgarðs Björnssonar (fsk. 3) um framlög læknafélagsins til Domus Medica. Bjarni Bjarnason lagði áherzlu á, að framlagið í ár yrði óafturkræft og vaxtalaust. Sigmundur Magnús- son mælti með tillögunni, sem væri í samræmi við tillögu, samþykkta í Læknafélagi Reykjavíkur. Fleiri tóku til máls, og Valgarð Björnsson taldi, að í tillögunni fælist, að undangengin gjöld væru óafturkræf. Óskað var sérstakrar bókunar á þeim skilningi fundarins. Formaður taldi vafalaust hagkvæmara fyrir Domus Medica skatta- iega séð, að framlag L.í. yrði lán, en ekki óafturkræf framlög. Fram- kvæmdastjóri læknafélaganna taldi það einnig skoðun sína. Eftir það var tillaga Valgarðs Björnssonar samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.