Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 24
246
LÆKNABL AÐIÐ
Öimur Loks voru tekin fyrir önnur mál. Arinbjörn Kolbeinsson
mál kvaddi sér hljóðs og ræddi nokkuð um Félag embættislækna,
sem fyrirhugað hafði verið að stofna. Ólafur heitinn Björnsson,
læknir á Hellu, hafði mest unnið að þessu máli, og hafði málið fallið nið-
ur við fráfall hans. Þórður Oddsson hvatti til stofnunar þessa félags, en
Valgarð Björnsson sagði það álit Læknafélags Norðvesturlands, að
ótímabært væri að ráðast í stofnun þessa félags.
Þórður Oddsson stakk þá upp á, að Læknafélagi íslands yrði falið
að leita álits svæðafélaganna á þessu máli og lagði fram tillögu (fsk. 5).
Fundi var frestað til morguns, áður en tillagan yrði tekin fyrir.
SÍÐARI DAGUR
Hinn 23. júní kl. 10 setti formaður fund að nýju. Kominn var á
fundinn landlæknir, Sigurður Sigurðsson, og bauð formaður L.í. hann
sérstaklega velkominn.
Formaður skipaði Valgarð Björnsson fundarstjóra og Sigurð Óla-
son fundarritara.
Þá kvaddi landlæknir sér hljóðs og ávarpaði fundinn og lýsti
ánægju sinni yfir að hafa verið boðaður á fundinn og taldi sig reiðu-
búinn að taka þátt í umræðum og skýra þau mál, er hann gæti. Lagði
hann áherzlu á mikilvægi góðs samstarfs við lækna fyrir landlæknis-
embættið.
Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og kvað fulltrúa Læknafé-
lags Suðurlands, Örn Bjarnason, mættan, og þegar kjörbréfanefndhafði
fjallað um kjörgögn hans, voru þau samþykkt.
Domus Þá var gengið til dagskrár og fyrst tekið fyrir framhalds-
Medica umræða um Domus Medica og greiðslufyrirkomulag lækna-
félaganna til þess. Nokkur gagnrýni hafði komið fram á
stjórnarskipun Domus Medica og ágreiningur verið um það, hvort fjár-
framlag læknafélaganna til Domus Medica skyldi óafturkræft framlag
eða lán framvegis. Eftir nokkrar umræður var tillaga Bjarna Bjarna-
sonar (fsk. 4) samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Þá var rædd tillaga Valgarðs Björnssonar (fsk. 3) um framlög
læknafélagsins til Domus Medica. Bjarni Bjarnason lagði áherzlu á,
að framlagið í ár yrði óafturkræft og vaxtalaust. Sigmundur Magnús-
son mælti með tillögunni, sem væri í samræmi við tillögu, samþykkta
í Læknafélagi Reykjavíkur. Fleiri tóku til máls, og Valgarð Björnsson
taldi, að í tillögunni fælist, að undangengin gjöld væru óafturkræf.
Óskað var sérstakrar bókunar á þeim skilningi fundarins.
Formaður taldi vafalaust hagkvæmara fyrir Domus Medica skatta-
iega séð, að framlag L.í. yrði lán, en ekki óafturkræf framlög. Fram-
kvæmdastjóri læknafélaganna taldi það einnig skoðun sína. Eftir það
var tillaga Valgarðs Björnssonar samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum.