Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
255
Mikill áhugi á heilbrigðismálum kom fram á ráðstefnunni, mæl-
endaskrá var oft löng og ræðutími takmarkaður.
Fundarstjórar voru Jón ísberg sýslumaður og Guðmundur Ingvi
Sigurðsson hæstaréttarlögmaður.
Um 50 ræður voru fluttar á ráðstefnu þessari. Samþykktir voru
hins vegar ekki gerðar, enda eigi til þess ætlazt, að þetta væri álykt-
unarráðstefna, heldur fyrst og fremst fræðslu- og kynningarráðstefna.
Ætlunin er, að framsöguerindi verði síðar birt í Læknablaðinu.
h) Könnun á starfsskilyrðum héraðslœkna
Á framhaldsaðalfundi L.í. 1967 kom fram sú hugmynd, að gagn-
legt væri, að L.í. beitti sér fyrir athugun á starfsaðstöðu og aðbúnaði
héraðslækna almennt. Hefur slík heildarkönnun aldrei farið fram.
Þótt eðlilegra megi teljast, að heilbrigðisyfirvöld beiti sér fyrir því
máli, er ekki líklegt, að svo verði, og var því talið nauðsynlegt, að
læknasamtökin tækju þetta mál til athugunar.
Stjórn L.í. samdi sérstakan spurningalista fyrir þessa skoðana-
könnun og ritaði öllum héraðslæknum bréf og sendi þeim listann.
Síðar voru héraðslæknar heimsóttir af fulltrúum Læknafélags íslands,
en ekki tókst að hafa þannig persónulegt samband við alla, áður en
vegir lokuðust síðastliðið haust.
Enn eru ófengnar upplýsingar úr nokkrum héruðum.
Unnið er að úrvinnslu þessara gagna. Er líklegt, að niðurstöður
um ýmis atriði liggi fyrir á næsta aðalfundi L.Í., en úrvinnslu verður
þó eigi lokið að öllu.
i) Ályktun um rannsóknir á skipulagi heilbrigðisþjónustu
Líta má þannig á, að þetta mál hafi þegar verið tekið til athugunar
með skipun samstarfshóps þess, sem vinnur að athugun á yfirstjórn
heilbrigðismála og L.í. á aðild að.
4. Samband L.í. Læknafélagi íslands barst bréf, dags. 9. ágúst 1967,
við BHM frá stjórn BHM, þar sem óskað var eftir samstarfi
við L.í. um að senda fulltrúa á ársþing SACO í
Sviþjóð í ágúst 1967. Var afráðið, að framkvæmdastjóri læknafélag-
anna, Sigfús Gunnlaugsson, færi þessa för. Samdi hann skýrslu um
ferðina, og fylgir hér með útdráttur úr henni:
„Að beiðni formanns Læknafélags íslands sótti ég undirritaður
ráðstefnu SACO (Sveriges Akademikers Centralorganisation) í Sví-
þjóð dagana 21.—26. ágúst 1967.
Ráðstefnan var haldin í Sundbyholmsslott, skammt frá Eskilstuna,
en það er gamall kastali, sem búið er að breyta í sumarhótel.
Þátttakendur í ráðstefnunni voru 32 frá hinum ýmsu félögum
sænskra háskólamanna, auk erlendra gesta á ráðstefnunni, en þeir
voru:
1. Helge Hofsen frá Norges Akademikersamband,
2. Mogens Holm frá Akademikernes Samarbejdsudvalg í Kaupmanna-
höfn,