Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 261 læknastéttinni, einkum ungum læknum. Því var haldið fram, að ekki hefði reynzt unnt fyrir heilbrigðisyfirvöld að fá neinn lækni til starfa með flotanum, Af þessu tilefni samdi Læknafélag íslands greinargerð, sem sam- þykkt var á stjórnarfundi h. 13. sept. og síðan birt í dagblöðunum. Hinn 14. september hringdi Jón Thors til formanns Læknafélags ís- lands og óskaði eftir viðræðum við fulltrúa L.R. ásamt fulltrúum út- gerðarmanna um síldarlæknisvandamálið. Var þetta aðallega gert með hliðsjón af því, að þá var sjónvarpsþáttur fyrirhugaður með útgerðar- mönnum í sambandi við sildveiðarnar og líklegt, að þetta mál mundi koma þar fram. Þar sem óskað var eftir fundi þann sama dag, var ekki aðstaða til að ná saman mönnum án fyrirvara og þess óskað, að fundur yrði næsta dag, en það reyndist ekki unnt vegna fjarveru útgerðarmanna, og var fundur þessi haldinn þriðjudaginn 19. sept. Þar mættu fyrir hönd læknafélaganna Arinbjörn Kolbeinsson og Árni Björnsson. Aðrir á fundinum voru Benedikt Tómasson, Jón Thors, Baldur Möller, Sigurð- ur Egilsson og tveir aðrir fulltrúar útgerðarmanna. Á fundinum var rætt um málið og undirbúningsleysi þess allt frá upphafi vega, þegar það var rætt og samþykkt á Alþingi. Einnig var rætt um þá starfsað- stöðu, sem læknirinn gæti haft og þyrfti að hafa og hvernig hægt væri að koma þessum málum fyrir í framtíðinni. Fulltrúar ráðuneytisins og útgerðarmanna óskuðu eftir því, að læknafélögin leituðust við að fá mann til þess að taka að sér þetta starf, því að annars gæti svo farið, að síldarsjómenn neituðu að dvelja lengur á fjarlægum miðum. Fyrir- hugað var, að læknirinn hefði aðsetur í varðskipinu Þór, er fylgja ætti síldveiðiflotanum, enda talið eina skipið, sem til greina gæti komið eftir atvikum sem aðsetur fyrir þennan lækni, og gert ráð fyrir, að hann starfaði til októberloka. Allmikil leit var hafin að lækni, sem gæti tekið að sér þetta starf, og reyndist það erfitt vegna annríkis manna og einnig vegna þess, að sumir töldu sig illa fallna til starfa á sjó. Einnig töldu margir, að þessi lausn á málinu væri ófullnægjandi og vildu ekki taka þátt í slíku starfi. 29. sept. rey.ndist unnt að fá sér- menntaðan handlækni til þess að takast þetta starf á hendur í einnmán- uð gegn því, að starfsaðstaða yrði tryggð eins vel og hægt væri við þær aðstæður, sem um var að ræða. Bæði vildi hann hafa öll þau áhöld, sem hann mundi geta notað, og sömuleiðis þær lyfjabirgðir, er til mála gæti komið, -að yrðu að gagni. Læknir þessi starfar við handlæknisdeild Landspítalans og virtist því geta komið til greina, að hann fengi þar frí frá störfum, en héldi launum sínum. Málið var síðan lagt fyrir ráðuneytisstjórann, Baldur Möller, 2. okt. með þeim hætti, er áður greinir. Tveimur dögum seinna tilkynnti ráðuneytið formanni L.Í., að eftir atvikum mundi ekki þörf á síldarlækni á þessu hausti, þar sem síldin væri mjög að nálgast land- ið, og væri mál þetta því útrætt af hálfu ráðuneytisins á þessu hausti. Var ráðuneytinu bent á, að nauðsynlegt væri að hefja nú þegar undir- búning að því að tryggja síldveiðiflotanum læknisþjónustu á næsta sumri, ef áhugi aðila væri á því, að hún yrði undirbúin á þann hátt, að hún gæti komið sjómönnum að verulegu gagni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.