Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 70
280 LÆKNABL AÐIÐ Fjölmörg fagleg og félagsleg rök hníga í þá átt, að almenn heil- brigðisþjónusta verði í náinni framtíð bezt rekin með því að koma á stofn læknamiðstöðvum. Allt bendir til, að með læknamiðstöðvum fáist ungir læknar til að starfa úti um byggðir landsins um lengri tíma og þar með fáist lausn á hinum mikla læknaskorti í dreifbýlinu, sem yrði bæði heilbrigðisyfirvöldum og læknastéttinni til sóma. Því ber að vinna að því með oddi og egg að koma læknamiðstöðv- unum á fót, og mjög brýnt er að móta ákveðna heildarstefnu í þessu máli fyrir landið allt. Mundi hún geta komið í veg fyrir rándýrar byggingarframkvæmdir á stöðum, þar sem engar líkur eru til, að lækn- ar sitji á í náinni framtíð. Einnig gæti hún komið í veg fyrir hugsan- lega togstreitu milli einstakra svæða. Læknasamtökunum ber því að kynna heilbrigðisyfirvöldum mikil- vœgi þessa máls og freista þess að eyða tregðu þeirra á þessu sviði, því að öllum má ljóst vera, að framgangur þess er fyrst og fremst undir heilbrigðisyfirvöldum kominn. í þessu sambandi má benda á, að núverandi læknaskipunarlög eru úrelt og sníða læknaskipun landsins allt of þröngan stakk. Þau samrýmast engan veginn hinum öru breytingum í þjóðfélaginu. Eitt brýnasta verkefni heilbrigðisstjórnarinnar er því að vinna að nýjum læknaskipunarlögum, sem veiti aukið svigrúm, hvað varðar búsetu og starfssvæði héraðslækna. Mjög óliklegt er, að ný heildarstefna verði mótuð í heilbrigðismálum dreifbýlisins, meðan núverandi læknaskip- unarlög eru óbreytt. Fundurinn harmar drátt þann, sem orðið hefur af hálfu heilbrigðis- yfirvalda við setningu reglugerðar um læknamiðstöðvar, þrátt fyrir það að til þess skipuð nefnd hafi löngu skilað áliti. Fundurinn telur, að í slíkri reglugerð þurfi að koma fram eftirtalin atriði: Læknamiðstöðvum verður að setja lágmarksstaðal, þar sem m. a. verði kveðið á um lágmarksfjölda lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna, lágmarksútbúnað og aðstöðu. Áherzlu þarf að leggja á sam- eiginlegar sjúkraskrár og skulu þær vélritaðar. Sem flest erindi sjúk- linga við lækna skulu fara eftir tímapöntunum fyrirfram. Æskilegast er, að læknamiðstöðvar í dreifbýli séu reknar í nánum tengslum við sjúkrahús, þannig að öll aðstaða, húsakynni, tæki og starfslið nýtist sameiginlega og allar upplýsingar um sjúklinga liggi fyrir á einum stað. Þessi sjúkrahús þurfa að vera heimilislækningasjúkrahús, þar sem allir læknar stöðvarinnar hafa jafna aðstöðu. Lágmarksskilyrði séu, að við læknamiðstöðvar í dreifbýli sé sjúkraskýli. Læknamiðstöðv- ar skulu reka heilsuverndarstarfsemi og annast hóprannsóknir í miklu ríkara mæli en tíðkazt hefur til þessa. Kveða þarf á um skiptingu stofn- og rekstrarkostnaðar milli ríkis og viðkomandi byggðarlags. F. h. Svæðafélags Norðausturlands. Ingimar S. Hjálmarsson, Þóroddur Jónasson, Gísli G. Auðunsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.