Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 29
LÆKNABL AÐIÐ
43
við hæfi hinna eldri, og því væri betra að hætta, áður en ellimörk
gerðu vart við sig.
Hann hætti þó ekki að starfa sem læknir, þótt hann fengist
lítið við skurðlækningar eftir þetta. Allt fram til dauðadags starf-
aði hann sem ráðgefandi skurðlæknir fvrir Kleppsspítalann. Árið
1952 var hann skipaður prófdómari við læknadeildina og var það
síðan, þar til árið 1965, að hann fékk lausn frá því starfi.
Læknisævi Guðmundar hefur náð yfir mjög viðburðaríkt tíma-
hil í þróun handlæknisfræðinnar. Þegar hann hóf starf, var hand-
læknisfræðin um það hil að vaxa úr grasi. Meiri liáttar skurð-
aðgerðir, sem hafa nú um áratugi verið gerðar daglega, voru þá
sjaldgæf afrek, næstum á horð við hjartaflutning nú á dögum.
Þróunin upp úr fyrri heimsstyrjöldinni varð hins vegar mjög ör,
en þrátt fvrir einangrun frá nágrönnum okkar tókst aðalskurð-
læknum okkar, þeim Guðmundi Thoroddsen, Matthíasi Einarssyni
og Halldóri Hansen, að halda vel í horfinu. Þeir munu, livað allar
algengar skurðaðgerðir snerti, í engu hafa verið eftirbátar starfs-
félaga sinna erlendis. Þessir þrír læknar mótuðu handlæknisfræði
hér á landi um árahilið frá 1920 til 1950, og er þáttur Guðmundar
Thoroddsens þar stærstur, enda hafa flestir núverandi skurðlækn-
ar landsins verið nemendur hans.
Eg minnist Guðmundar Thoroddsens fyrst sem kennara míns,
síðar sem vfirmanns og saínstarfsmanns og sem góðs vinar. Sem
kennari var Guðmundur mjög eftirminnilegur. Hann hafði ágætt
vald á efninu, framsetning skýr, hlæhrigðarik, á stundum full
kímni, en alltaf hógvær. Hin augljósa hæfni hans sem skurð-
læknis og kennara, kímnigáfa, Ijúfmennska hans og látleysi, gerði
það að verkum, að hann var eftirlæti allra stúdenta. Munu mörg
þau vináttutengsl milli kennara og nemenda hafa haldizt æ síðan.
Sem yfirlæknir handlæknisdeildar Landspítalans er Guðmund-
ur mér einnig minnisstæður. Betri yfirmann hefði ég vart getað
kosið. Hann var mjög fær skurðlæknir og farsæll í starfi. Góð
þekking, róleg íhugun og dirfska að vandlega athuguðu máli voru
einkennandi þættir í starfi hans. Ilann var mannþekkjari, en
mildur í dómum um brevskleika annarra. Hins vegar hafði hann
glöggt auga fyrir hinu skoplega og listræna hæfileika til þess að
koma því á framfæri, en gætti þess ávallt að særa engan.
Við, nemendur Guðmundar, minnumst hans ekki aðeins sem
kennara okkar og læknis. í minningunni geymist ekki síður Ijúf-
mennið, „humoristinn“ og listamaðurinn Guðmundur Thoroddsen.
Snorri Hallgrímsson.