Læknablaðið - 01.04.1969, Side 42
54
LÆKNABLAÐIÐ
UM BÆKUR
Screening in medical care. Oxford University Press 1968. London,
New York, Toronto.
Meðal bóka, sem komu út á síðasta ári um hóprannsóknir og sjúk-
dómaleit, er ofangreind bók. Hún er ritgerðasafn 18 sérfræðinga í
Englandi. Formálann skrifar Cohen lávarður of Birhenhead, en Nuffield
Provincial Hospital Trust stendur að útgáfunni.
Höfundar ritgerðanna taka til meðferðar vandamál, sem tengd eru
fjöldarannsókn við leit að tíu eftirtöldum sjúkdómum: gerlamigu
(bacteruria) um meðgöngutimann, krabbameini í brjósti, legopskrabba-
meini, heyrnardeyfu barna, sykursýki, gláku, járnskortsblóðleysi,
phenylketonuria, berklum og blóðleysingu (hemolysis) hjá nýfæddum
vegna rhesus-blóðflokka-ósamræmis.
Mörgum mun koma á óvart sú niðurstaða höfunda, að einungis fjórar
tegundir hinna tíu fjöldarannsókna fullnægja þei'm skilyrðum, sem
þeir telja nauðsynleg til að rannsóknin sé þjónustuhæf. Rannsóknir,
sem fullnægja þessum skilyrðum að dómi höfunda, eru þær, sem not-
aðar eru til að finna eftirtalda sjúkdóma: berklaveiki, heyrnardeyfu
hjá ungbörnum, phenylketonuria og rhesus-ósamræmi.
Þá vekur og athygli, hvað þarna er sagt um þá rannsókn, sem núna
er notuð í hvað stærstum mæli: leit að legopskrabbameini með frumu-
skoðun.
Meginástæðan til þe&s, að höfundar treysta sér ekki til að kalla
þessa tegund hóprannsókna þjónustuhæfa samkvæmt þeim mælistikum,
sem þeir leggja til grundvallar, er, að gátan um mikilvægi staðbundins
krabbameins (carcinoma in situ cervicis) er óráðin. Þeir telja þó, að
frumurannsóknir, .sem ná til mikils fjölda kvenna á ákveðnu svæði og
ákveðnu tímabili, geti veitt svar við þeirri gátu. Og því er ekki heldur
gleymt, að hluti þeirra meina, sem finnast með hjálp frumurannsókna,
eru lítil ífarandi krabbamein.
Hiklaust er unnt að mæla með þessari bók við alla þá, sem hafa
áhuga á hóprannsóknum fólks í þeim tilgangi að finna sjúkdóma á
byrjunarstigi. O. J.