Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 43

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 55 Helgi Þ. Valdimarsson, Eyjólfur Haraldsson og Margrét Guðnadóttir: HVOTSÓTT í HVAMMSTANGAHÉRAÐI (Lýsing á Coxsackie B3 faraldri) Inngangur I byrjun janúar 1966 blossaði upp faraldur í Hvammstangahér- aði. Hann kom upp vestan Hrútafjarðar og breiddist þaðan austur fyrir fjörðinn og síðan víðs vegar um héraðið. Þegar faraldurinn barst til Hvammstanga, var farið í hvert bús í þorpinu til aðkanna útbreiðslu hans og einkenni. Verður hér greint frá þeirri athugun og helztu niðurstöðum. Hegðun faraldursins og sýkingartíðni Faraldurinn kom upp næstum samtímis á mörgum bæjum, 5—9 dögum eftir barnajólagleði i Bæjarbreppi. Þar virtust flestir vera næmir, en tíðni var meiri meðal barna. Sums staðar lögðust heilar fjölskvldur. í öðrum hreppum fór faraldurinn hægar vfir, og hann varð heldur vægari, þegar á leið. Þar sem unnt var að rekja smitleiðina, var meðgöngutími 5—'9 dagar, oftast ein vika. Skömmu eftir mánaðamótin janúar og febrúar rénaði farsóttin nokkuð skyndilega. Veikin var um það bil að lognast út af, þegar íbúar Hvannns- langa voru athugaðir. Þeir, sem veiktust, eftir að hópathugun var gerð, létu lækna vita. A umræddum tíma voru i þorpinu 173 íbúar, 12 ára og eldri, en börn undir 12 ára voru 81 talsins. Af fullorðnum veiktust 18 eða 10.4%, en 35 börn veiklust eða 43.2%. Töflurnar sýna einkenni og aldursdreifingn veikinnar meðal íbúa Hvammstanga. Veikir töldust þeir, sem höfðu þrjú eða fleiri af þeim einkennum, sem talin eru upp í töflunum. Sjúkdómstíðni var þannig greinilega meiri meðal barna, og yfirleitt urðu þau veikari en fullorðnir. Hins vegar voru börnin fljótari að ná sér. Þau voru veik í tvo til fjórtán daga, venjulega tæpa viku, sjá I. töflu. Flestir fullorðnir voru sjúkir lengur en sjö daga og fáeinir allt að fjórum vikum, sbr. II. töflu. III. tafla er samandregin niður- staða úr I. og II. töflu. Ef sjúkdómstíðni meðal barna, yngri en 12 ára, er athuguð, kemur i ljós, að mun færri veikjast í eldri árgöngunum. Þessi munur sést greinilega í 1. mynd. Af 38 börnum 0—6 ára veiktust

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.