Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1969, Page 52

Læknablaðið - 01.04.1969, Page 52
60 LÆKNABLAÐIÐ ítroðslu (tamponade), og náðust 90 ml af blóðugum gollurs- Iiússvökva. Veirur ræktuðust ekki frá þessum vökva, og þynningarmælingar voru ekki gerðar. Sjúklingur lá lengi mikið veikur á Landspítalanum með pleuropneumonia; hefur fengið einkenni um hjartabilun tvisvar til þrisvar eftir þessi veikindi. 2. B. A. $ , 33 ára. Myocarditis. Kvartaði um svima og hjartsláttaróþægindi. E. Iv. G. sýndi fyrst Wenckebach’s fyrirbrigði, en síðar reglulegan takt, PQ bil 0.28 sek. og dreifðar S-T breytingar. I desember 1967 er PQ enu þá lengt og S-T stykki eru söðullaga. Hækkandi mót- efni gegn Coxsackie B5 mældust í þessum veikindum. 3. G. S. S , 21 árs. Pericarditis acuta. Yeiktist með liita, liðverkjum og kverkabólgu; fékk sam- tímis takverk undir bringubein. Núningsldjóð frá gollursliúsi heyrðust einu sinni. Hjartsláttartruflun, sem stóð stutt og náðist ekki á E. K. G. AST 50 ein. Sjúklingur náði sér fljótt. Engin varanleg eftirköst. 4. E. J. s , 41 árs. Pleuropericarditis. Fékk köldu, háan hita og takverk hægra megin i brjóst. Öndun var veikluð yfir neðanverðu hægra lunga, og núnings- hljóð heyrðust frá gollurshúsi. Batnaði á nokkrum dögum, og er ekki vitað um eftirköst. E. K. G. innan eðlilegra marka. 5. S. B. S, 11 ára. Encephalitis. Höfuðverkjaköst með ógleði, uppköstum, þokusýn og roða í andliti og augum. Vöðvaviðbrögð mjög mikið aukin í köst- unum. Hafði hyperæsthesiur. Sendur á barnadeild Land- spítalans. Auldnn frumufjöldi í mænuvökva, en eggjahvítu- efni 46 mg %. E. E. G. óeðlilegt. Veikur í u. þ. b. tvo mánuði. Sækist nú illa nám, en sæmilega áður. 6. Á. G. 2,32 ára. Ccirditis. Veiktist í faraldrinum í janúar. I marzmánuði byrjaði skyndi- lega takverkur undir bringubeini, leiddi upp í háls og út í vinstra handlegg. Núningshljóð heyrðust aldrei, en E. K. G. sýndi merki um myocarditis. í nóvember 1967 eru enn þá lágir T-takkar í öllum brjóstleiðslum og bnykkt (notched) S í leiðslu III og AVF, en þessar breytingar þurfa elcki að tákna hjartasjúkdóm. Samanburðarrit ekki til frá fvrri tíma. 7. S. L. s , 29 ára. Pleuropneumonia. Veiktist í nóvember 1965 með háum hita, taki og eymslum yfir nýrnasvæðum. Vægur hósti. Rtg.-mynd sýndi dreifðar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.