Læknablaðið - 01.02.1969, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ
9
6. mynd
Aðferð Belluccis. „Yfirbygg!ng“ ístaðsins hefur verið fjarlægð og sér-
staklega útskorinn plastpípubútur settur í staðinn. Steðjinn þrýstir á
hann, þar eð búturinn er lengri en ístaðið var. Þegar svo fótplatan er
klofin þversum rétt aftan við kölkunarhreiðrið, sígur aftari hluti fót-
plötunnar niður fyrir „gluggakarminn11 og hangir þar í hinu teygjan-
lega sinabandi (ligamentum annulare).
Mercandino birti aðferð sína 1963. Gerviístað hans er fjögurra
millimetra löng plastpípa, viðari í „efri“ endann. Rétt neðan við
miðju pípunnar er örþunn hringlaga himna úr sama efni, sem
fest er utan á pípuna.
Þegar húið er að fjarlægja allt ístað sjúklingsins (ásamt fót-
plötu), er gerviístaðið sett í staðinn. Víðari endinn gengur upp á
steðjatrjónuna, en sá mjórri gengur um hálfan millimetra inn í
gluggann (sjá 7. mynd).
Þessi aðferð er tiltölulega auðveld. Plasthimnan lokar glugg-
anum, svo að ekki þarf að þekja hann með öðru, og hindrar auk
þess plastpípuna í því að fara of langt inn í völundarhúsið.
Árið 1964 fór ég í þriðja sinn til Bandaríkjanna til þess að
kynna mér ástandið i þessum málum þar. Komst ég þá að raun
um, að flestir voru farnir að nota svonefnda stimpilaðferð. Ég