Læknablaðið - 01.02.1969, Side 38
10
LÆKNABLAÐIÐ
7. mynd
Gerviístað MercancLinos. Efri endanum er smeygt upp á steðjatrjónuna.
Neðri endi er í sporöskjuglugganum. Plasthimnan lokar honum og
varnar því, að ístaðið fari of langt inn í völundarhúsið.
hafði að vísu lesið um hana, en ekki séð hana framkvæmda fyrr.
Höfundur hennar er Shea sá, er fyrr getur.
I fyrstu notaði hann þessa aðferð aðeins í erfiðum tilfellum,
þar sem ekki var kleift að fjarlægja fótplötu ístaðsins með góðu
móti. Eftir að liafa fjarlægt yfirhyggingu ístaðsins, boraði hann
gat í fótplötuna, rúman hálfan millimetra í þvermál. Síðan stakk
hann stimplinum, sem var um fimm millimetra langur sívaln-
ingur úr teflonplasli, i gatið, þannig að endinn gekk um fjórðung
millimetra inn í völundarhúsið. Hinn endinn var tangarlaga, og
var honum smellt upp á steðjaendann. Þessi aðgerð gaf svo góða
raun, að Shea tók að nota hana að öllum jafnaði.
Ég hitti hann sjálfan á eyrna- og augnlæknamóti í Chicago i
þessari ferð. Kvaðst hann hafa hætt við sína gömlu aðferð með
öllu og nota stimpilaðferðina dáhtið hreytta nær eingöngu, þar
eð hún gæfi betri heyrn og væri að ýmsu leyti öruggari. Hann
sýndi þarna kvikmynd, þar sem hann framkvæmdi slikar aðgerðir.
Gatið gerði hann mun stærra en áður, og „efri“ endi stimpilsins
var nú úr ryðfríum stálvír, í laginu eins og göngustafur, sem
krækt var upp á steðjaendann.