Læknablaðið - 01.02.1969, Side 40
12
LÆKNABLAÐIÐ
hússins (endostium) fyrir hann og lokar honum í flestum til-
vikum á einum til tveimur sólarhringum. Hún vex þá undir og
kringum enda gerviístaðsins.
Hlaupsvampur, sem settur er kringum stimpil, gerir sennilega
lítið annað en halda lionum á réttum stað. Á nokkrum dögum
vex einnig slímhúð miðeyrans yfir gluggann og gerviístaðið og
klæðir það að utan, eins og það væri hluti miðeyrans.
Ég nota nú nær eingöngu stimpilaðferðina; í fyrsta lagi vegna
þess, að lítil hætta er á, að stimpillinn losni af steðjanum, í öðru
lagi af því, að hann hindrar sennilega endurlokun gluggans varan-
lega, og í þriðja lagi, þar eð þessi aðferð gefur yfirleitt ágæta
heyrn.
Eftir ístaðsaðgerð fá flestir sjúklinganna einhvern svima, sumir
aðeins vott, en aðrir meiri, einkum við hreyfingar höfuðsins.
Einstaka sjúklingi verður flökurt eða kastar upp. Þessi einkenni
liverfa yfirleitt að mestu eða öllu eftir einn til tvo daga.
Aðgerðardaginn eiga sjúklingarnir að liggja kyrrir i rúminu.
Næsta dag fara þeir aðeins á fætur til máltiða o. þ. h. Þriðja dag-
inn klæðast þeir og fara ferða sinna, en þó með gát í fyrstu. Þeim
er bannað að snýta sér fyrstu vikuna, þar eð aukinn loftþrýstingur
i miðeyranu getur valdið svima og jafnvel rifið upp skurðinn við
hljóðhimnuna. Einnig er þeim ráðið frá flugferðum næstu þrjá
mánuði eftir aðgerðina.
Að svima undanteknum eru yfirleitt mjög lítil óþægindi eftir
þessar aðgerðir.
Heyrnin lagast oftast þegar að lokinni aðgerð, sem fvrr segir,
og getur haldið áfram að batna í heilt ár eða meira.
Suða fyrir eyrum (tinnitus), sem þjáir þorra þessara sjúklinga,
hverfur eða minnkar oftast nær við þessar aðgerðir.
Nú eru sex ár liðin, síðan ég framkvæmdi fyrstu ístaðsaðgerðina
vegna eyrnakölkunar, og er það orðinn allstór hópur, sem ég lief
sett gerviístað í, eða um 60 alls, fólk á öllum aldri, sá yngsti 11
ára og þeir elztu komnir yfir sjötugt.
Viðbrigðin eftir aðgerð verða ekki ýkja mikil, þegar aðeins
annað eyrað er dauft, en hitt með fullri heyrn. Hlutaðeigandi
getur þó miklu betur áttað sig á, hvaðan hljóð kemur, auk þess
sem hann þarf nú ekki að snúa sér við, ef talað er í það eyrað,
sem dauft var. Heyrnin i heild verður jafnframt mun skarpari,
þegar bæði eyru vinna saman.
Hins vegar verður breytingin stórkostleg hjá þeim, sem heyrt
hafa illa á báðum eyrum, sérstaklega ef heyrnardeyfan hefur verið