Læknablaðið - 01.02.1969, Síða 64
28
LÆKNABLAÐIÐ
koma á stofu eða vitjun. Ekki var tekið með það, sem fellur undir
mæðra- og ungbarnaeftirlit eða skólaskoðanir.
Þær ákvarðanir, er læknir tók vegna sjúklings hverju sinni,
voru flokkaðar og skráðar þannig, að getið er, í hve mörgum er-
indum sjúklings hverjum ákvörðunarhóp hafi verið beitt. Ákvörð-
unarflokkarnir, 19 að tölu, eru þessir:
1. flokkur: Sýklaeyðandi lyf, önnur en þau, er notuð eru stað-
bundið, antibiotica, sulfonamin og þvaghreinsandi
iyf.
2. flokkur: Iljartalyf, aðallega digitalis, nitrit og kinidin.
3. flokkur: Bjúg- og blóð]>rýstingslyf, aðallega Centyl, Hygro-
ton, Edecrin, Aldomet, Apresolin og Ismelin.
4. flokkur: Verkjalyf og giktarlyf, svo sem magnyl, bufferin.
Indocid, Butazolidin, Somadryl o. s. frv.
5. flokkur: Mettingarlyf, svo sem sýrueyðandi meðul. Samsett
lyf geta fallið í fleiri en einn ákvörðunarflokk, t. d.
librax, bæði í 5. og 11. flokk. Voru þau þá flokkuð
sem tvær ákvarðanir.
6. flokkur: Járn og vítamín.
7. flokkur: Anorexica; Preludin, Dobesin, Mirapront.
8. flokkur: Antiepileptica; fenemal, fenantoin, Mysolin,
Tridion, Tegretol.
9. flokkur: Hypnotica, svo sem Doriden, Mogadon og
barbituröt, þó ekki gegn flogaveiki.
10. flokkur: Psykosedativa major; róandi lyf, sem verka á geð-
sýki, svo sem chlorpromazin,perfenazin, Anatensol,
Taractan.
11. flokkur: Psykosedativa minor; róandi lyf án teljandi verk-
unar á geðsýki, einkum Valium, Librium og
meprobamat.
12. flokkur: Psykoanateptica; geðhvetjandi lyf, sem verka á
geðsýki, svo sem Tofranil, Tryptizol og MAO lieml-
andi lyf.
13. flokkur: Stinmlanlia; geðhvetjandi Ivf án verkunar á geð-
sýki, Amfetamín og Ritalin.
14. flokkur: Útvortis lyf, þar á meðal sieroidar og sýklaeyðandi
smyrsl.
15. flokkur: Óflokkuð lyf, svo sem mixtúrur ýmiss konar, æða-
víkkandi meðul, lyf notuð í augu og eyru o. s. frv.