Læknablaðið - 01.02.1969, Síða 69
LÆKNABLAÐIÐ
29
16. flokkur: Rannsóknir á blóði, þvagi og saur. Hjartarafrii,
röntgenmyndir, sýklaræktanir o. s. frv. Hér er einnig
það talið, er sent var í rannsóknir til Reykjavíkur.
17. flokkur: Aðgerðir; gert að sárum, dregnar tennur, búið um
brot, teknir aðskotahlutir úr augum, eyrum, nefi eða
hálsi, skolaðir sínusar, vökvi dreginn úr lið, sett upp
IUD o. s. frv. Deyfingar eða lyfjainnspýtingar eru
ekki taldar.
18. flokkur: Vísað annað, þ. e. til meðferðar annað en á stofu,
t. d. í liljóðbylgjur, til tannlæknis, á sjúkrahús
Hvammstanga, til sérfræðings í Reykjavík o. s. frv.
19. flokkur: Vottorð, svo sem sjónvottorð, skólavottorð, gift-
ingarvottorð, slysavottorð, sjúkradagpeninga- eða
örorkuvottorð, endurmatsvottorð örorku, o. s. frv.
Tafla B I
Aðsókn sjúklinga eftir aldri og kyni.
Aldurs- Fjöldi einstaklinga Fjöldi erinda Meðalfjöldi erinda
flokkar Karlar Alls Konur Karlar Alls Konur Konur Karlar Alls
0- 9 117 111 228 361 348 709 3.1 3.1 3.1
10-19 131 129 260 469 433 902 3.6 3.4 3.5
20-29 70 55 125 455 180 635 6.5 3.3 4.9
30-39 63 63 126 634 240 874 10.0 3.8 6.9
40-49 66 77 143 511 343 854 7.7 4.5 6.1
50-59 38 59 97 344 306 650 9.1 5.2 6.7
60-69 39 50 89 388 442 830 10.0 8.8 9.3
70-79 38 47 85 489 316 804 12.8 6.7 9.5
80-89 11 8 19 114 53 167 10.4 6.6 8.8
90-99 5 8 13 18 41 59 3.6 5.1 4.5
0-99 578 607 1185 3793 2705 6495 6.6 4.5 5.5
Aldursskipting þessarar töflu er miðuð við 1. desember 1966,
en þá voru héraðsbúar 1631. Á timabilinu 1. nóv. 1965 til 31. okt.
1967 eru skráð í sjúkradagbækur 6495 erindi 1185 héraðsbúa við
lækni. Eins og áður er bent á, er skráning ekki algjör og hefur
líklega verið mest ábótavant fyrst á tímabilinu. Skráð erindi á
fyrra helmingi þess eru 2599, en á hinum síðari 3896. Á tveimur
árum leituðu um 73% héraðsbúa til læknis.