Læknablaðið - 01.02.1969, Síða 72
32
LÆKNABLAÐIÐ
Meðal þeirra 1185 einstaklinga, er leitnðu læknis voru þessir
ákvörðunarflokkar fjölmennastir:
1. flokkur: sýklaeyðandi lyf;
16. flokkur: rannsóknir;
15. flokkur: óflokkuðlyf;
6. flokkur: járn og vítamín;
17. flokkur: aðgerðir;
56% sjúklinga
53% sjúklinga
49% sjúklinga
28% sjúklinga
28% sjúklinga.
Eins og búast má við og fram kemur í töflunni, er tiðni þess-
ara fimm flokka nokkuð mismunandi í sjúklingahópum hinna
ýmsu ákvörðunarflokka.
Spjall
Stundum virðist gleymast, að starf heimilislækna er burðarás
læknisþjónustunnar, eins og henni er nú háttað. Þessi staðreynd
á vitaskuld rætur að rekja beint til þess, að ætlazt er til, að menn
leiti fyrst til heimilislæknis, þegar þeir veikjast. Er ljóst, að ráð-
stafanir, sem gerðar eru i byrjun sjúkdóms, geta orðið æði af-
drifaríkar og hafa úrslitaáhrif á sjúkraþjónustuna í heild.
Samt eru starfsskilyrði lieimilislækna enn þá nánast hin sömu
og viðgengust á dögum hílda og blóðhorna. Skilji enginn þessi orð
svo, að heimilislæknar leggi stund á kukl. Þekking þeirra hefur
aukizt, og þeir geta sent sjúklinga á rannsóknarstofur og sæmileg
sjúkrahús. Starfsaðstaða þeirra sjálfra er hins vegar slík, að hún
kemur í veg fyrir, að þeir geti hagnýtt sér framfarirnar af eigin
rammleik. Þeir verða því að visa sjúklingum frá sér, sem þeir
gætu sjúkdómsgreint og læknað, ef betur væri um hnútana húið.
1 stað þess er það hlutskipti þeirra að glíma berskjaldaðir við sí-
auknar kröfur um vellíðan og heilbrigði með afleiðingum, sem
allir þekkja.
1 læknaskóla eru kennd grundvallaratriði þeirra fræða, sem
lækningar byggjast á. Þar er látin í té sú menntun, sem læknar
þurfa að hafa notið sameiginlega til þess að verða samstarfs-
hæfir.
Læknadeild Háskólans er þvi nokkurs konar forskóli, sem ætti
að gera öllum helztu sviðum læknisfræðinnar ámóta hátt undir
höfði. 1 reynd er námið þó fyrst og fremst miðað við lækningar
á sjúkrahúsum, en læknanemar kynnast lítið mikilsverðu starfi
þeirra lækna, sem vinna utan vébanda þeirra. Það skýtur því
nokkuð skökku við, að próf úr læknadeild skuli einungis veita full