Læknablaðið - 01.02.1969, Qupperneq 79
LÆKN A.BLAÐIÐ
37
2. mynd
Setjari með Antigon.
þurfa að víkka legopið. Antigon og setjarinn er afgreitt í plastpoka,
sótthrcinsað með gammageislum.
Til þess að ganga úr skugga um, hvort verjan hafi fallið út, þarf
ekki „gynecologiska" skoðun. Það er nægilegt að láta konuna hreyfa
sig frá hlið til hliðar fyrir framan „polygon detector“ (3. mynd). Má
þá sjá á hreyfingu vísis, hvort Antigon er á sínum stað, vegna seguls-
ins, sem innlagður er í verjuna. Þó eru ýmsir málmar, sem geta truflað
mælinn og sýnt sams konar hreyfingu á vísinum, svo sem málmspenn-
ur í brjóstahaldara, sokkahaldara, skartgripir o. s. frv. — Þessi ,,de-
tector“ er svo viðkvæmur, að t. d. röntgentæki, sem sett er í gang eða
stöðvað, járnbrautarlest eða stór bíll, sem fer fram hjá húsinu, getur
truflað tækið. Ég hef líka séð, að orðabelgur og taltæki á borði nálægt
„detector" getur truflað hann. „Detector" þarf því að standa á tré-
borði, fjarri málmi.
Eigi er vörn þessi algerlega örugg, fremur en flest annað, sem
mönnum viðvíkur. En þeir læknar, sem mesta reynslu hafa með
Antigon, telja það öruggara en aðrar getnaðarvarnir í legi og eins,
að það hafi ýmsa kosti fram yfir aðrar lykkjur, gorma o. s. frv. Þung-
unarprósenta mun svipuð og við aðrar leglægar verjur. Aðalkosti telja
þeir þessa:
1. Minni hætta er á, að verjan fari úr leginu.
2. Dauðhreinsun örugg.