Læknablaðið - 01.02.1969, Page 80
38
LÆKNABLAÐIÐ
3. Enginn „spotti“ eða „stafur“ lafir niður í leggöng, en það veldur
sýkingarhættu.
4. Mjög lítil notkun verkfæra.
5. Útvíkkun á legopi óþörf.
6. Ganga má úr skugga um, hvort verjan sé á sínum stað, án þess
að „gynecologiska" skoðun þurfi.
7. Hvorugur aðilinn, konan eða karlmaðurinn, getur fjarlægt vörnina
sjálfur, viljandi eða óviljandi, en það er unnt, ef t. d. „spotti“
liggur niður í leggöng.
8. Aðferðin við að setja Antigon er auðveld. Það er engin hætta á
götun (perforatio).
3. mynd
„Polygon detector“.
9. Auðvelt er að fjarlægja Antigon, ef óskað er eða þess er þörf,
með þar til gerðum „extractor", og þarf hvorki svæfingu né út-
víkkun á legopi til.
Frábendingar (contraindicatio) gegn Antigon eru sagðar aðeins
tvær: acut adnexitis og þungun; Ekki t. d. erosio p.v. uteri eða
cervicitis.
Rétt er að fylgja konunum eftir um þrjár næstu tíðir, hvort
Antigon hafi fallið út. Er mest hætta á því á þessu tímabili. í Dan-
mörku hafa þeir fækkað athugunum niður í tvær næstu tíðir.
Einstaka kona fær nokkru lengri hlæðingar fyrstu tvö til þrjú
skipti á eftir setningu Antigon, og e. t. v. ofurlitlu meiri blæðingar.