Læknablaðið - 01.02.1969, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ
39
En það hefur mjög sjaldan þurft að fjarlægja verjuna af þessum sök-
um.
Ég hef ekki mikla reynslu af notkujn þessarar getnaðarverju. Ég
hef líklega sett hana í 14 til 16 konur. Nokkrar af þessum konum
höfðu að sögn ekki þolað aðrar leglægar verjur. Þær hafa hins vegar
ekki haft nein óþægindi af þessari. Sumar töldu sig hafa fitnað um
of við notkun „pillunnar“ og vildu því reyna antnað.
Einn aukakvilla (complicatio) hef ég orðið var við. Fyrsta konan,
sem ég lagði Antigon í, missti verjuna ári seinna. Slíkt mun vera
mjög sjaldgæft. Hætta á því er talin lajngmest á fyrstu tveimur til
þremur mánuðum. Þessi kona hafði fengið heiftarlegt magakast með
uppköstum og niðurgangi, og hún taldi það orsök þess, að verjan fór
niður.
Síðustu tölur, sem ég hef um árangur Antigon, voru birtar á
sjötta alheimsþingi um frjósemi og ófrjósemi, sem haldið var í Tel Aviv
í ísrael dagana 20.—27. maí 1968.
% eöa
á 100 konur/ár
Tala kvenna 750
Hve letngi undir eftirliti 1—3 ár
Eftirlitið allt, talið í mánuðum 13.000
Barnshafandi urðu alls 47 4,3
Verjan datt úr sjálfkrafa, skipti 61 5,6
Verjan tekin:
Vegna fylgikvilla 42 3,9
Vegna þess, að konan vildi
eignast barn 19
Viðunandi árangur 86,2
HEIMILDIR:
1. Lebech, Paul og Osler, Mogens: Intrauterin Kontraception med polygon.
Maanedsskrift f. prakt. Lægegerning, Jan. 1967.
2. Einkaviðræður við dr. Lebech, ágúst 1967.
3. Útdráttur úr skýrslu um The 6th World Congress on Fertility and
Sterility in Tel Aviv, Israel, May 20—27, 1968.