Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 30

Læknablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 30
198 LÆKNABLAÐIÐ í áðurnefndum heildarrúmafjölda spítal- ans 1970). Hins vegar varð sama ár einnig töluverð aukning á innlagningatíðni kvenna, sem ekki skýrist á bennan hátt, heldur hlýtur að stafa af aukinni nýtingu sjúkrarúma spítalans og styttri dvalartíma nýinnlagðra sjúklinga. Þar um valda að sjálfsögðu framfarir í meðferð geðsjúk- dóma og ekki síður stórfelld aukning á starfsliði spítalans. T. d. hefur læknaliðið næstum því þrefaldazt síðustu árin. Einn- ig hafa bætzt við félagsráðgjafar, sálfræð- ingar og sérmenntað hjúkrunarfólk. Ný meðferðarform hafa verið tekin upp í við- bót við þær aðferðir, sem fyrir voru, svo sem samfélagslækningar, hópmeðferð og fjölskyldumeðferð. Vinnulækningum hef- ur að sjálfsögðu verið haldið áfram í aukn- um mæli, svo og styttri einstaklingsbund- inni psykotherapi og lyfjameðferð, sem ár- lega tekur töluverðum framförum. Á undanförnum 20 árum hefur fjöldi innlagninga á Kleppsspitalann stóraukizt og þar af leiðandi hlýtur dvalartími þess- ara sjúklinga að hafa stytzt, þar sem rúm- um sjúkrahússins hefur verið fækkað veru- lega á tímabilinu. Markmið þeirrar athug- unar, sem gerð verður grein fyrir hér á eftir, var að meta eins nákvæmlega og unnt er, hversu miklar breytingarnar eru og hvernig beri að skýra orsakir þeirra. Svipaðar rannsóknir hafa áður verið gerð- ar á ýmsum stöðum. Ödegárd, Gaustad sykehus, Osló, gerði árið 1963 grein fyrir útskriftarmynztrinu frá norskum geð- sjúkrahúsum fyrir og eftir tilkomu nútíma geðlyfjameðferðar.12 Niðurstaða rannsókn- ar hans var á þá leið, að varðandi útskrift- armynztrið hefði lyfjatímabilið ekki haft í för með sér neina byltingu. Útskriftartíðn- in hafði að vísu aukizt, en samtímis jókst einnig fjöldi endurinnlagninga. þannig að nettóvinningurinn varð tæpast statistiskt marktækur. Fjöldi mjög skjótra útskrifta jókst töluvert, en það varð engin minnkun á meðaltíma þeim, sem meðferðin tók að jafnaði. Þetta er í samræmi við mótsvar- andi rannsóknir á enskum sjúkrahúsum, gerðar af Shepherd Goodman og Watt.10 Samkvæmt athugun Ödegárds skeðu mestu framfarirnar í Noregi milli 1936 og 1950, þ. e. áður en nútíma geðlyf komu til sög- unnar. Árið 1966 birti Jerzy Henisz 7 ára follow-up rannsókn á 249 geð- klofasjúklingum, sem voru innlagðir á Pruscov Mental Hospital í Póllandi árið 1956.1 Niðurstöður þeirrar athugunar voru á þá leið, að góður árangur meðferð- ar væri tengdur stuttri sjúkrasögu fyrir innlögn, stuttri sjúkrahúsdvöl, hjónabandi og uppruna úr sveit. Einnig fann sami at- hugari, að árangur af meðferð þessa hóps, var ekki frábrugðinn spontan gangi sjúk- dómsins í hópi ómeðhöndlaðra geðklofa- sjúklinga, sem lýst var af Hastings 1958.3 Þessi athugun virtist gefa til kynna, að geðklofasjúklingar hafi nú á tímum jafn lélegar batahorfur og fyrir tilkomu nútíma geðlyfjameðferðar. Harris, Linker, Norris og Shepherd frá Betlehem Royal Hospital, Maudsley Hospital and The Institute of Psychiatry of the University of London, birtu 1956 5 ára eftirrannsókn 126 geð- klofasjúklinga, sem legið höfðu inni á Maudsley Hospital á árunum 1945-1948 og hlotið höfðu insulincoma-meðferð.2 Hinum einstöku sjúklingum var fylgt eftir í 5 ár eftir útskrift frá Maudsley Hospital og einskis látið ófreistað til að fá sem ná- kvæmastar upplýsingar um örlög þeirra og afdrif á þessu tímabili. í þessari rannsókn kom það ljóslega fram, að heildarsjúkra- hússdvalartími sjúklinganna á ofangreindu 5 ára tímabili var í nánum tengslum við kliniskt ástand sjúklinganna í lok tímabils- ins. Því styttri dvalartími á sjúkrahúsi, þeim mun betra kliniskt ástand og öfugt. Að áliti höfundanna gefur þetta til kynna, að tölfræðilegar rannsóknir, sem meta af- drif geðklofasjúklinga eftir því hve löng sjúkrahúsdvölin verður, eigi fullan rétt á sér. Með öðrum orðum reyndist vera mikil fylgni milli lengdar sjúkrahúsdvalarinnar á 5 ára tímabilinu og kliniskra og félags- legra afdrifa sjúklinganna. Lewis J. Sher- man et al fundu við 3 ára follow-up athug- un á 588 schizophren sjúklingum, sem inn- lagðir voru á 35 sjúkrahús í Ameríku 1958, að því fleiri og lengri sjúkrahús- dvalir, sem sjúklingarnir áttu að baki sér, þeim mun verri voru batahorfur þeirra.J1 Marstal og Svendsen birtu 1968 niðurstöð- ur athugunar, sem gerð var á tíðni inn- lagninga á dönsk geðsjúkrahús 1948-1966.5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.