Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 31

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 199 Árlegar innlagnir jukust úr u. þ. b. 13.000 upp í u. þ. b. 29.000, þ. e. um 130% aukn- ing. Fjöldi sjúkrahússplássa fyrir ge'ð- sjúka hafði á sama tíma aukizt um nærri 10%. Aukning innlagnanna snerti bæði fyrstu innlagningar og endurinnlagningar. Dvalarlengdin hafði stytzt verulega. Fjöldi útskriíta eftir mjög stuttan dvalartíma hafði aukizt allmikið, en aftur á móti var um litla aukningu að ræða á útskriftar- tíðni þeirra, sem dvalizt höfðu lengi inni á geðsjúkrahúsum. Marstal og Svendsen telja, að orsakirnar fyrir þessum breyting- um kunni að vera meðal annars fram- farir í geðlæknisfræði almennt, frjáls- lyndari stefna varðandi útskriftir, sjúkl- ingar útskrifaðir til reynslu fyrr en áður var gert, og einnig nefna þeir sem hugsanlega skýringu, að inn komi minna veikir sjúklingar en áður og því séu batahorfur þeirra betri. Pöldinger skýrir frá því í bók sinni, Kompendium i psykofarmakoterapi (1968). að við psykia- trisku háskólaklinikina í Basel í Sviss, hafi meðaldvalarlengd sjúklinga stöðugt minnkað, samtímis því, sem fiöldi inn- lagninga hefur stóraukizt á árabilinu 1940- 1964.° K. A. Achté birti árið 1967 saman- burðarrannsókn (follow-up) á tveimur sjúklingahópum, sem innlagðir voru á geð- spítala í Helsinki árið 1950 og 1960, hvor um sigdí hvorum hóp voru 100 sjúklingar, sem fylgt var eftir í 5 ár frá fyrstu komu. Tímalengdin, sem sjúklingarnir dvöldust á sjúkrahúsi við fyrstu komu, var að með- altali 121,4 dagar per sjúkling í 1950 árs- hópnum, og 147,7 dagar per sjúkling í 1960 árshópnum. 4% sjúklinga í fyrri hópnum og 6% sjúklinga í seinni hópnum dvöldust á sjúkrahúsi í meira en ár samfleytt eftir fyrstu komu. Þessir 2 sjúklingahópar voru því ekki verulega frábrugðnir hvor öðrum, að því er varðar lengd dvalartímans eftir fyrstu innlagningu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á s.l. ári var framkvæmd hér á Klepps- spítalanum athugun á innlagningartíðni og dvalarlengd sjúklinga, sem komu inn á spítalann í fyrsta skipti á árunum 1951- 1970. Efniviðurinn í þessa rannsókn var fenginn úr ársskýrslum, sjúkraskrám og sjúklingaspjaldskrá Kleppsspítalans. Nán- ar tiltekið hafa eftirfarandi atriði verið athuguð. 1. Dvalarlengd sjúklinga, sem innlagðir voru í fyrsta sinn á árunum 1951-1970. 2. Meðalfjöldi fyrstu innlagninga á ári á árabilunum 1951-1962 og 1963-1970, eftir sjúkdómsgreiningum. Þessi árabii voru valin vegna þess, að upp úr árinu 1963 fer innlögnum hraðfjölgandi og því heppilegt að skipta 20 ára tímabilinu í þessa 2 hluta. 3. Meðaldvalartími sjúklinga innlagðra í fyrsta sinn á árabilunum 1951-1962 og 1963-1970 eftir sjúkdómsgreiningum. 4. Sérstaklega var athuguð innlagningar- tíðni og dvalartími sjúklinga með schizopreniu og psychosis manio-de- pressiva á ofangreindum tímabilum. Áformað er að athuga síðar heildar- dvalartíma á 5 ára tímabili fyrir sjúklinga innlagða í fyrsta sinn á árunum 1953-1956 og bera hann saman við heildardvalartíma á 5 ára tímabili fyrir sjúklinga innlagða í fyrsta sinn á árunum 1963-1966. Með þessu móti verður reynt að taka tillit til endur- innlagninganna, sem ekki koma fram við athugun dvalarlengdarinnar eftir árum einvörðungu. Upplýsingar um sjúklingana voru flokkaðar og síðan færðar á data- spjöld, en Reiknistofnun Háskólans sá um útreikninga. Sjúkdómsgreiningunum var raðað niður í 7 meginflokka í samræmi við skiptinguna á eldri sjúkdómsgreiningalista Kleppsspítalans, sem var í notkun þar til núverandi ICD 8th revision gekk í gildi í ársbyrjun 1968. Að sjálfsögðu voru allar sjúkdómsgreiningar færðar til samræm- ingar núverandi ICD (International Classification of Disease 8th revision). Flokkun sjúkdómsgreininganna fyrir þessa rannsókn var gerð á eftirfarandi hátt: 1. Tóxicomania: a) Alcoholismus. b) Abusus medicamentorum. 2. Morbi mentales organici: a) Dementia senilis et praesenilis. b) Psychosis cum morbo cerebrovascul- are. c) Epilepsia. d) Alii morbi organici.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.