Læknablaðið - 01.10.1973, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ
203
TAFLA 3
Meðalfjöldi fyrstu innlagninga á ári fyrir sjúklinga með schizophrenia og
maniodepressiv psychosis á árabilunum ’51-’62 og ’63-’70.
Diagnosis:
_________1963-1970 _________________1963-1970________
Karlar Konur Samtals Karlar Konur Samtals
Schizophrenia 6,9 5,3 12,2 16,1 14,5 30,6
Manio-depressiv psychosis 3,5 5,7 9,2 10,8 17,8 28,6
þess gert kleift að útskrifa suma sjúkl-
inga, sem að öðrum kosti hefðu orðið
að vera kyrrir á spítalanum til lang-
frama.
4. Meiri og virkari ,,miljötherapi“, þar
með talin ýmis konar hópmeðferð, sam-
félagslækningar og fjölskyldumeðferð.
5. Opnum deildum hefur fjölgað mjög, og
dregið hefur verið úr þrengslum á
deildunum og þær gerðar vistlegri.
Augljóslega er heilsuspillandi að hafa
mikil þrengsli á sjúkradeildum, ekki
síður en í venjulegu íbúðarhúsnæði.
6. Almenn stefna í geðlækningum er að
reyna að útskrifa sjúklinga eins fljótt
og unnt er til þess að varðveita eðli-
leg tengsl þeirra við umhverfið í sem
ríkustum mæli. Þannig er reynt að
forðast bróun hins svonefnda psykia-
triska artefactsyndroms, sem er í þvl
fólgið, að sjúklingarnir verða enn
sljórri, framtaksminni og sinnulausari
en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni
til og algerlega áhugalausir um útskrift
(Punell 1970).8 Langvarandi dvöl á
stofnunum og hælum er talin aðal-
orsök þessarar sjúkdómsmyndar, en
það er fyrst á seinni árum, að menn
tóku að veita þessari hættu athygli.
7. Sjúklingar, sem lögðust inn á seinni
árum tímabilsins, hafa yfirleitt komið
fyrr til meðferðar en áður. Sjúkdómur-
inn hefur því ekki náð að komast á
jafnhátt stig, og batahorfur sjúkling-
anna því oft og tíðum mun betri en
batahorfur þeirra, sem komu inn á
fyrstu árum tímabilsins.
8. Aukinn skilningur á geðrænum kvill-
um er nú fyrir hendi meðal almennings
og einnig meira umburðarlyndi gagn-
vart fólki, sem sker sig nokkuð úr fjöld-
anum og hegðar sér e. t. v. afbrigðilega
á einhvern hátt. Það má segja íslenzk-
um atvinnurekendum til hróss, að óvíða
mun auðveldara að koma fyrrverandi
geðsjúklingum í vinnu en hér á landi.
Niðurstöðurnar af þessari athugun virð-
ast staðfesta þá skoðun, að bætt starfsað-
staða, rýmra pláss og meira sérþjálfað
starfslið, ásamt ambulant eftirmeðferð,
leiði til styttri dvalartíma og þar með til
betri nýtingar á sjúkrarúmum spítalans.
Staðall heilbrigðismálaráðuneytisins fyrir
vistunarrýmisþörf á hinum ýmsu stofnun-
um innan heilbrigðiskerfisins gerir ráð
fyrir 2,1 rúmum vegna bráðra geðsjúk-
dóma fyrir hverja 1000 íbúa (Páll Sig-
urðsson 1972).7 Með auknu starfsliði og
bættri aðstöðu ætti enn að vera kleift að
stytta dvalartímann nokkuð og fyrir-
byggja endurinnlagningar í ríkarr mæli
en áður, svo að rúmafjöldi spítalans væri
TAFLA 4
Meðaldvalartími sjúklinga innlagðra í fyrsta sinn; með schizophrenia og
maniodepressiv psychosis á árabilunum ’51-’62 cg ’63-’70.
1951-1962 1963-1970
Diagnosis: Karlar Konur Karlar-f-konur Karlar Konur Karlar-j-konur
Schizophrenia 1017 1343 1108 dagar 104 116 109,7 dagar
Manio-depressiv psychosis 367 367 367 — 69 50 57 —