Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1973, Side 44

Læknablaðið - 01.10.1973, Side 44
208 LÆKNABLAÐIÐ loknu voru flutt stutt erindi um þjónustu við aldraða í Reykjavík af þeim Geir- þrúði Hildi Bernhöft ellimálafulltrúa Reykjavíkurborgar og Alfreð Gíslasyni yfirlækni. Að þessu loknu voru umræður og stýrði Tómas Á. Jónasson þeim um- ræðum, en síðasti þátturinn var í formi hringborðsumræðna með þátttöku alira framsögumanna, auk þeirra prof. Fergu- son Anderson og dr. Per Hansen ásamt Þór Halldórssyni, yfirlækni. Eins og sjá má á ofangreindri dagskrá, vcru að þessu sinni 3 erlendir fyrirlesarar á námskeiðinu. Þetta þótti æskilegt, þar sem hér á landi hefur ekki verið mikið rætt um ellisjúkdóma sem slíka og má telja, að val þessara fyrirlesara hafi tek- ist vel. Þátttakendur námskeiðs virtust yfirleitt fremur ánægðir með þátttöku sína að loknu námskeiði, en að þessu sinni var ekki gerð formleg könnun á áliti þátttakenda. Þess má geta, að námskeiðs- þátttakendur nutu meðan námskeiðið stóð gestrisni lyfjafirmans Sandoz, heilbrigðis- ráðuneytisins og borgarstjórnar Reykja- víkur. Námskeið í læknisfræðilegum aðferðum og tölfræði í Norræna húsinu 12.-15. sept. 1973 Námskeið um þetta efni var haldið í Norræna húsinu fyrir réttum tveim ár- um, og þótti takast mjög vel. Fyrir at- beina dr. Povl Riis tókst að fá dönsku læknana til að koma hingað aftur og end- urtaka námskeiðið, þó með lítils háttar breytingum og einum kennara í viðbót, svo sem sést í dagskránni hér á eftir. Námskeið þetta var haldið í samvinnu við Norræna húsið og í húsakynnum þess, en allgóður styrkur fékkst frá „Nordisk sommerskole for forskeruddannelse“. Kennarar námskeiðsins voru eftirfar- andi: Dr. med. Björn Andersen, dr. Olav Bonnevie, dr. med. Erik Juhl, dr. med. Povl Riis og dr. med. Henrik R. Wulff. Efni námskeiðsins var sem hér segir: Miðvikudaginn 12. sept.: Det kontroller- ede kliniske forsög, — Povl Riis; Hypo- tesetesting, — Björn Andersen; Estima- tion, — Björn Andersen og Den epidemio- logiske metode, — Olav Bonnevie. Fimmtudagur 13. sept.: Beskrivelse af fordelingskurver, — Henrik R. Wulff; 2x2 tabellen, — Erik Juhl; Registrering af data og elektronisk databehandling, — Erik Juhl. Síðan voru dæmi, sem allir kennararnir hjálpuðu þátttakendum við að leysa. Föstudagur 14. sept.: Non-parametrisk statistik, — Henrik R. Wulff; Korrelation og regression, — Björn Andersen; Over- levelsestabeller, — Olav Bonnevie og síð- an dæmi. Laugardagur 15. sept.: Statistiske over- vejelser ved igangsættelse af projekt, — Björn Andersen; Formelle grundprincipp- er i klinisk forskning, — Henrik R. Wulff; Kontrollerede kliniske undersögelser (gruppearbejde), — stjórnað af Povl Riis. Þátttakendur voru 26, þar af 5 stúdent- ar, en flestir hinna ungir læknar, á fyrstu árum framhaldsnáms. Það var einróma álit þátttakenda, að námskeið þetta hefði verið bæði gagnlegt og skemmtilegt og virtust tungumálaerfiðleikar öllu minni en flestir höfðu búist við.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.