Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 44

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 44
208 LÆKNABLAÐIÐ loknu voru flutt stutt erindi um þjónustu við aldraða í Reykjavík af þeim Geir- þrúði Hildi Bernhöft ellimálafulltrúa Reykjavíkurborgar og Alfreð Gíslasyni yfirlækni. Að þessu loknu voru umræður og stýrði Tómas Á. Jónasson þeim um- ræðum, en síðasti þátturinn var í formi hringborðsumræðna með þátttöku alira framsögumanna, auk þeirra prof. Fergu- son Anderson og dr. Per Hansen ásamt Þór Halldórssyni, yfirlækni. Eins og sjá má á ofangreindri dagskrá, vcru að þessu sinni 3 erlendir fyrirlesarar á námskeiðinu. Þetta þótti æskilegt, þar sem hér á landi hefur ekki verið mikið rætt um ellisjúkdóma sem slíka og má telja, að val þessara fyrirlesara hafi tek- ist vel. Þátttakendur námskeiðs virtust yfirleitt fremur ánægðir með þátttöku sína að loknu námskeiði, en að þessu sinni var ekki gerð formleg könnun á áliti þátttakenda. Þess má geta, að námskeiðs- þátttakendur nutu meðan námskeiðið stóð gestrisni lyfjafirmans Sandoz, heilbrigðis- ráðuneytisins og borgarstjórnar Reykja- víkur. Námskeið í læknisfræðilegum aðferðum og tölfræði í Norræna húsinu 12.-15. sept. 1973 Námskeið um þetta efni var haldið í Norræna húsinu fyrir réttum tveim ár- um, og þótti takast mjög vel. Fyrir at- beina dr. Povl Riis tókst að fá dönsku læknana til að koma hingað aftur og end- urtaka námskeiðið, þó með lítils háttar breytingum og einum kennara í viðbót, svo sem sést í dagskránni hér á eftir. Námskeið þetta var haldið í samvinnu við Norræna húsið og í húsakynnum þess, en allgóður styrkur fékkst frá „Nordisk sommerskole for forskeruddannelse“. Kennarar námskeiðsins voru eftirfar- andi: Dr. med. Björn Andersen, dr. Olav Bonnevie, dr. med. Erik Juhl, dr. med. Povl Riis og dr. med. Henrik R. Wulff. Efni námskeiðsins var sem hér segir: Miðvikudaginn 12. sept.: Det kontroller- ede kliniske forsög, — Povl Riis; Hypo- tesetesting, — Björn Andersen; Estima- tion, — Björn Andersen og Den epidemio- logiske metode, — Olav Bonnevie. Fimmtudagur 13. sept.: Beskrivelse af fordelingskurver, — Henrik R. Wulff; 2x2 tabellen, — Erik Juhl; Registrering af data og elektronisk databehandling, — Erik Juhl. Síðan voru dæmi, sem allir kennararnir hjálpuðu þátttakendum við að leysa. Föstudagur 14. sept.: Non-parametrisk statistik, — Henrik R. Wulff; Korrelation og regression, — Björn Andersen; Over- levelsestabeller, — Olav Bonnevie og síð- an dæmi. Laugardagur 15. sept.: Statistiske over- vejelser ved igangsættelse af projekt, — Björn Andersen; Formelle grundprincipp- er i klinisk forskning, — Henrik R. Wulff; Kontrollerede kliniske undersögelser (gruppearbejde), — stjórnað af Povl Riis. Þátttakendur voru 26, þar af 5 stúdent- ar, en flestir hinna ungir læknar, á fyrstu árum framhaldsnáms. Það var einróma álit þátttakenda, að námskeið þetta hefði verið bæði gagnlegt og skemmtilegt og virtust tungumálaerfiðleikar öllu minni en flestir höfðu búist við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.