Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1973, Side 56

Læknablaðið - 01.10.1973, Side 56
214 LÆKNABLAÐIÐ þann hátt kynnast þeir því starfi, sem unnið er í sjúkrahúsinu, umgengni við sjúklinginn, og störfum þeirra heilbrigðisstétta, er með þeim vinna. Að fyrstu 6 mánuðum loknum hefst bók- leg kennsla að nýju og síðan verknám á röntgendeildum. Aðalbóknámsgreinarnar eru líffæra- og lífeðlisfræði, eðlisfræði, meina- fræði, röntgentækni, geislavarnir og geisla- lífíræði, Ijósmyndatækni og starfsfræðsla. Að námi og prófum loknum hlýtur nem- andi prófskírteini og starfsheitið röntgeri- tæknir með þeim réttindum og skyldum, er því fylgja lögum samkvæmt. Áður en röntgentæknaskólinn tók til starfa höfðu nokkrar konur verið við nám í röntgen- deildum sjúkrahúsanna. Nám þeirra var met- ið miðað við kröfur skólans. Þær, sem lok- ið höfðu jafngildu námi, fengu þegar viður- kenningu á því, öðrum var gert að bæta við sig því, sem á skorti, og fengu að því Ioknu viðurkenningu. Nú hafa 10 röntgentæknar hlotið viður- kenningu frá ráðuneytinu og stofnað með sér félag, Röntgentæknafélag íslands. Hjúkrunarnám ljósmæðra Haustið 1971 gerði ég samanburð á námi í Hjúkrunarskóla íslands og Ljósmæðraskóla íslands. Þessir skólar eru báðir sérskólar og brautskrá konur í tvær starfsgreinar. Hjúkr- unarskólinn er þriggja ára skóli, en Ijós- mæðraskólinn tveggja ára, og er þá átt við almanaksár, en ekki venjulegt skólaár. Mikill skortur var á hjúkrunarkonum, en Ijósmæður kvörtuðu um atvinnuleysi. Því var talið rétt að athuga, hvort veita mætti Ijós- mæðrum hjúkrunarnám á styttri tíma en þremur árum, ef lagt yrði til grundvallar nám þeirra og samin sérstök námsskrá yfir þær greinar, er þær þyrftu að leggja stund á. Kröfur um undirbúningsmenntun inn í þessa skóla eru ekki þær sömu. Inntöku- skilyrði í hjúkrunarskólann eru gagnfræða- próf eða landspróf miðskóla, en umsækj- endur, sem hlotið hafa frekari menntun, skulu ganga fyrir að öðru jöfnu. Aðsókn að skólanum hefur verið mikil. Stúdentar, sem nú eru um fimmti hluti og jafnvel fjórði hluti hvers nemendahóps, ganga fyrir svo og nemendur, er lokið hafa námi í fram- haldsdeildum gagnfræðaskólannna. F>að eru því sárafáir gagnfræðingar, sem komast inn í skólann, hafi þeir ekki bætt við sig einhverju námi eða dvöl erlendis. Ljósmæðraskólinn hefur starfað sem tveggja ára skóli frá árinu 1964, og fyrstu Ijósmæðurnar með það nám brautskráðust frá skólanum árið 1966. Á þessum árum hafði skólinn brautskráð 56 Ijósmæður. Af þeim hafði 1 lokið stúdentsprófi, 2 lands- prófi, 33 gagnfræðaprófi, 9 miðskólaprófi og 11 unglingaprófi. Auk þessarar menntunar höfðu nokkrar gengið í húsmæðraskóla eða hlotið aðra menntun, sótt kvöldnámskeið eða verið við nám erlendis. Bóknám hjúkrunarnema fer að mestu fram í námskeiðum, fjórum alls, og er það um 1500 kennslustundir. Aðalnámsgreinar eru: hjúkrunarfræði, heilsufræði og heilsuvernd, líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdóma- og sýkla- fræði, lyfjafræði, lyflæknisfræði, handlækn- isfræði, sálarfræði og geðsjúkdómafræði. Aðrar námsgreinar eru margar. Rað eru eðlis- og efnafræði, barnasjúkdómafræði, kvensjúkdómafræði, fæðingarhjálp, hjúkrun- arsaga, hjúkrunarsiðfræði, næringarefna- fræði og sjúkrafæði, félagsfræði, spítala- stjórn, rannsóknir, hjálp í viðlögum og nokkr- ar fleiri. Verknám fer fram í Landspítala, Borgarspítala, Kleppsspítala, Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur og í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Bóknám Ijósmæðranema er tæplega 700 kennslustundir og spannar nokkuð jafnt yfir tvo vetur. Þeir eru að vísu fyrstu tvær vik- urnar við bóknám, er svarar til um 70 stunda. Síðan eru þeir í verknámi og í bóknámi jafn- framt eða um 2 stundir á dag 5 daga í viku og sækja kennslustundir, þótt þeir séu á næturvöktum, kvöldvöktum eða eigi frídag. Aðalnámsgreinar eru: fæðingarfræði og fæðingarhjálp, líffæra- og lífeðlisfræði og barnasjúkdómar. Aðrar námsgreinar eru: lyfjafræði, svæfingar og deyfingar, sálar- fræði, hjúkrunarfræði, hjálp í viðlögum og starfsstellingar. Þessi samanburður á námsgreinum leiddi í Ijós, að nokkrar sömu greinar voru kennd- ar í báðum skólunum og í sumum tilfellum notaðar sömu kennslubækur. Þetta nam um 260 stundum í bóknámi. Ef gera mátti ráð fyrir sömu gæðum af sama magni, mátti ætla, að þetta nám þyrftu Ijósmæður ekki

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.