Læknablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ
215
að endurtaka, og mætti stytta bóknám þeirra
sem því svaraði í hjúkrunarnámi. Verknám á
deildum, utan kvensjúkdómadeildar, hluta af
skurðdeildarnámi og ungbarnaeftirliti, þyrftu
þær að taka, en vegna starfsþjálfunar í
sjúkrahúsi ættu þær að vera fljótari að
nema, og gætu því ef til vill komist af með
styttri tíma á hverri deild.
Að þessum samanburði loknum virtist
mér, að Ijósmæður með tveggja ára nám
frá Ljósmæðraskóla íslands og gagnfræða-
próf eða landspróf miðskóla sem undirbún-
ingsnám, ættu að geta lokið hjúkrunarnámi
á um tveim árum og tveim mánuðum. Sér-
staka námsskrá yrði að leggja til grundvallar
því námi, þar sem felldar væru úr þær náms-
greinar, er þær höfðu numið, og lögð meiri
áhersla á hinar.
Athugaðir voru möguleikar á, hvort hjúkr-
unarskólinn gæti tekið einn hóp Ijósmæðra,
sem átti þá að vera aukahópur, og veitt hon-
um slíkt nám. Það var rætt á fundi stjórnar
skólans, en reyndist ókleift vegna skorts á
hjúkrunarkennurum.
bað varð því úr, að heiIbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið tæki að sér að undir-
búa og veita forstöðu hjúkrunarnámi Ijós-
mæðra og fékk til þess fjárveitingu úr ríkis-
sjóði. Námskeið var auglýst og um það sóttu
23 Ijósmæður. Flestar þeirra voru með
tveggja ára Ijósmæðranám að baki og gagn-
fræðapróf eða hliðstæða menntun. Allmargir
nemendur Ijósmæðraskólans, sem áttu eftir
nokkra mánuði í námi þar, sóttu einnig um
þátttöku. Vegna þeirra fáu umsækjenda,
sem ekki uppfylltu æskileg inntökuskilyrði,
var ákveðið að hafa 6-7 vikna undirbúnings-
námskeið fyrir þá, sem þess óskuðu og inn-
tökupróf fyrir alla inn í sjálft hjúkrunarnám-
ið.
María Pétursdóttir, hjúkrunarkennari, var
ráðin til að veita báðum þessum námskeið-
um forstöðu. Undirbúningsnámskeiðið hófst
20. ágúst 1972 og fór kennslan fram í húsa-
kynnum Ijósmæðraskólans. Kenndar voru
tvær greinar, líffæra- og Iífeðlisfræði og
barnasjúkdómafræði. Kennslu önnuðust
læknarnir Gunnlaugur Snædal, Jón Hannes-
son og Björn Júlíusson og auk þeirra Alda
Halldórsdóttir, hjúkrunarkona. Ljósmæðurnar
stóðust allar próf.
Hjúkrunarnám þeirra hófst 9. okt. 1972, og
í fyrstu fór það fram í húsakynnum hjúkrun-
arskólans og Ijósmæðraskólans, en hópur-
inn var stærri en upphaflega var gert ráð
fyrir og þrengdi því óþægilega að húsakynn-
um þessara skóla.
Vorið 1972 var samþykkt á Alþingi frum-
varp til laga um stofnun nýs hjúkrunarskóla
í tengslum við Borgarspítalann. Skólanefnd
fyrir þann skóla var skipuð um sumarið, og
fyrsta verk hennar var að auglýsa stöðu
skólastjóra og svipast um eftir skólahús-
næði.
María Pétursdóttir var ráðin skólastjóri
og bráðabirgðahúsnæði fengið skammt frá
Borgarspítalanum í hinni nýju Grensásdeild
spítalans.
Ekki verður nýr skóli skipulagður á nokkr-
um vikum. Til þess þarf alltaf mikinn og
nákvæman undirbúning, ekki síst nú, er
margt nýtt er í skólamáium og ýmislegt all-
forvitnilegt varðandi hjúkrunarnám.
Pað þótti því á margan hátt góð lausn, er
stjórn námskeiðsins fór þess á leit við
stjórn hins nýja skóla og viðkomandi ráðu-
neyti, að hjúkrunarnám Ijósmæðra yrði flutt
yfir í skólann og yrði fyrsti hópurinn, er þar
lærði og þaðan brautskráður. Það nám var
búið að skipuleggja og auðvelt að flytja án
mikillar undirbúningsvinnu. Pað var sam-
þykkt af viðkomandi aðilum.
Hjúkrunarnám Ijósmæðranna hefur gengið
vel. Þær eru við verknám í Borgarspítala,
Landspítala, Kleppsspítala og Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur.
Námi Ijúka þær haustið 1974.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir