Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ
217
menntun íslenzkra lækna. Flestir læknar,
sem lagt hafa út í framhaldsnám, hafa
ekki haft hugmynd um það, hverjir at-
vinnumöguleikarnir yrðu að námi loknu,
og það, sem verra er, ekki einu sinni
hverjir þeir voru við upphaf náms. Að
mínum dómi er þetta ein orsök þeirrar
lausungar, sem að margra dómi ríkir í
íslenzkri læknastétt.
Einstaklingar, sem aflað hafa sér langr-
ar menntunar með ærnu erfiði, sem svo
þurfa að lúta öðru starfi en menntun
þeirra gerir ráð fyrir, hljóta alltaf að
verða óánægðir, þó að þeir hafi nóg að
bíta og brenna.
Þjóðfélag, sem vitandi eða óvitandi
stuðlar að slíkri handahófskenndri mennt-
un lækna, skapar sjálfu sér félagsleg
vandamál, sem erfitt er að meta, og bak-
ar þjóðinni í heild óútreiknanlegt fjár-
hagslegt tjón.
Framhaldsmenntun lækna er því vanda-
mál, sem nauðsyn er að taka mun sterk-
ari tökum en verið hefur og væri eðlilegt,
að heilbrigðismálaráðherra skipaði nefnd
til þess að fjalla um þetta mál og gera til-
lögur þar lun.
Brynleifur Steingrímsson