Læknablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 60
218
LÆKNABLAÐIÐ
Sjúklingurinn spurði áhyggjufullur,
hvort maður gæti vel verið án botnlang-
ans.
„Já, yfirleitt,“ svaraði læknirinn. „Þó
eru til menn, sem væri óbætanlegt tjón
að botnlangaleysi."
„Haldið þér, að ég sé einn af beim, lækn-
ir?“
„Nei, þeir eru allir skurðlæknar.“
Aðstoðarlæknirinn var á morgunstofu-
gangi. í einu rúminu lá nýinnlögð stúlka
og svaf. Læknirinn stanzaði við fótagafl-
inn og tók að velta tilfellinu fyrir sér.
Hann hlýtur að hafa horft skarpt á hana,
því að allt í einu vaknaði hún, hentist upp
í rúminu og sagði stamandi:
„Það er þó ekki rúmið yðar, sem ég ligg'
í?“
VÍSUKORNIÐ
Glætan búin, gleðin flúin,
gallsúr maginn.
gæfan fúin, glötuð trúin,
góðan daginn.
Meinafræðiprófessorinn okkar hefur enn
lent í vandræðum. Einn sólríkan sunnu-
dag var hann kallaður út akút til að líta
á nágranna, sem haíði hnigið niður. Hann
greip gömlu stúdentahlustpípuna sína úr
skúffunni og skundaði á vettvang, en
gamla konan var þá augsýnilega dáin. En
hinir óttaslegnu og forvitnu áhorfendur
ætluðust auðsjáanlega til, að hann gerði
eitthvað læknislegt. Hann bar sig því til
að hlusta líkið. Því miður var hart, svart
gúmmíið í hlustpípunni orðið stökkt af
elli og brotnaði í ótal smábita, sem, eins
og prófessorinn sagði síðar: „skoppuðu um
gólfið eins og lakkrískonfekt".
Hann birtist á rannsóknastofunni
snemma á mánudag og bað um plast-
slöngu, sem ekki gæti brotnað. Við gáfum
honum spotta, en gleymdum að segja hon-
um, að slangan verður afskaplega lím-
kennd og ógeðsleg með aldrinu.m.
(Lauslega þýtt úr Lancet)
— • —
Reiður faðir lét það berast um sveitina,
að læknirinn hefði neitað að koma strax
þegar kallað var á hann. Læknirinn laun-
aði fyrir sig með því að senda föðurnum
orðsendingu á opnu póstkorti og hófst hún
svona:
„Þegar ég eitt kvöld um daginn neitaði
að koma og ganga úr skugga um, hvort
dóttir yðar væri ófrísk í lausaleik, var
orsökin ekki sú, sem þér látið í veðri vaka,
heldur . . . “
Maður nokkur var að höggva við úti í
skógi, en var svo óheppinn að öxin hrökk
í fót honum. Með erfiðismunum dróst hann
til læknis og tók sá strax að hreinsa sárið.
Það var sárt, en maðurinn harkaði af sér.
Loks var honum þó nóg boðið og hann
sagði hæversklega:
„Ef það er öxin, sem læknirinn er að
leita að, þá liggur hún úti í skógi.“
Br. Ing.