Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 69

Læknablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ 223 Guðjón Hansen tryggingafræðingur ÚTGJÖLD TÍL HEILBRÍGÐSSMÁLA INNGANGUR í grein þessari er fjallað um útgjöld til heilbrigðismála á íslandi og samanburð á því sviði við önnur lönd. Tilgangurinn er að veita nokkrar tölulegar upplýsingar og vekja jafnframt athygli á annmörkum, sem á skýrslugerð um þetta efni hljóta að vera, og þeirri varúð, sem gæta verður við túlkun talnanna. Stuðzt er við eftir- farandi upplýsingar: 1. Tölur Framkvæmdastofnunar ríkisins um útgjöld til heilbrigðismála. 2. Tölur Framkvæmdastofnunar ríkisins um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur. 3. Skýrslur norrænnar nefndar um félags- málaútgjöld á Norðurlöndum —• nú síð- ast í bæklingnum Sccial trygghet i de nordiska landerna, sem gefinn er út í Stokkhólmi 1973. 4. An International Study of Health Ex- penditure and its Relevance for Health Planning eftir Brian Abel-Smith, gefin út í Genf 1967. Loks verður drepið’ á lauslega athugun á félagsmálaútgjöldum í löndum Efna- hagsbandalagsins. Hagrannsóknadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins þakka ég veittar upplýsing- ar og sérstaklega þakka ég Eyjólfi Björg- vinssyni, viðskiptafræðingi, aðstoð og ábendingar. ÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA Á ÍSLANDI Framkvæmdastofnun ríkisins hefur tek- ið saman yfirlit um heildarútgjöld til heil- brigðismála á fslandi árin 1960-1971. Þá hefur um aldarfjórðungs skeið starfað nefnd á vegum félags- og heilbrigðismála- ráðuneyta á Norðurlöndum, sem gefið hef- ur út skýrslur um útgjöld til félagsmála, þar á meðal útgjöld vegna sjúkdóma. Svo sem fram kemur í töflu 1, eru hinar ís- lenzku útgjaldatölur síðarnefndu skýrsln- anna einungis um 2/3 af heildarútgjöld- unum samkvæmt yfirliti Framkvæmda- stofnunarinnar. Stafar þetta í fyrsta lagi af því, að norrænu skýrslurnar taka að- eins til rekstrarútgjalda, en ekki til fjár- festingar (sjúkrahúsbygginga), og í öðru lagi eru beinar greiðslur einstaklinga, svo sem fyrir læknishjálp, tannlæknishjálp og lyf, ekki taldar með í norrænu skýrslun- um. Á hinn bóginn hafa dagpeninga- greiðslur sjúkrasamlaga verið dregnar út úr í yfirliti Framkvæmdastofnunarinnar. Þótt vafalaust megi um það deila, hvar draga skuli markalínu milli heilbrigðis- mála og annarra málaflokka, verða töl- urnar í töflu 1 að teljast alltraustar og taka til þeirra útgjalda, sem menn munu almennt vera sammála um að reikna til heilbrigðismála. Gera má ráð fyrir, að beinar greiðslur einstaklinga séu sá hluti útgjaldanna, sem ótraustastar upplýsingar eru um. Við samanburð milli ára gagnar lítið að virða fyrir sér krónutölurnar einar saman. Samkvæmt tölum Framkvæmda- stofnunarinnar eru heildarútgjöldin 10,7 sinnum hærri 1971 en 1960. Sé miðað við mannfjölda, verða útgjöldin 1960 um 1.700 kr. á mann, en 1971 eru þau um 15.400 kr. á mann eða 9,1 sinnum hærri. Mikill hluti þessarar aukningar á að sjálf- sögðu rót sína að rekja til hækkunar verð- lags. Vaknar þá sú spurning, hvaða vísi- tölu megi nota til að finna hina raunveru- legu aukningu. Sé miðað við svokallaða verðvísitölu samneyzluútgjalda (sú vísi- tala var 413,9 stig árið 1971, miðað við 1960=100), verða heilbrigðismálaútgjöld á mann um 2,2 sinnum meiri að verðmæti árið 1971 en árið 1960. Hvort í þessu felst að sama skapi aukin og bætt heilbrigðis- þjónusta skal ekki fullyrt um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.