Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
231
Elías Davíðsson kerfisfræðingur
TÖLVUTÆKNI OG HEILBRIGÐISÞJÖNUSTA III
FRAMTÍÐ TÖLVUTÆKNI í ÍSLENZKA HEILBRIGÐISKERFINU
í þessari lokagrein um tölvutækni í heil-
brigðismálum, verður reynt að draga upp
mynd af þróun þessara mála hérlendis eins
og hún hefur verið og mun hugsanlega verða
á næstu árum. Greininni er m. a. ætlað að
ýta undir umræður meðal þeirra aðila heil-
brigðisþjónustunnar, sem munu væntanlega
nota umrædd tölvukerfi.
Notkun „datatækni" í heilbrigðismálum
hér á landi má rekja til 1952, en þá byrjuðu
íslendingar að nota slíka tækni vegna áhuga
W.H.O. á faraldursfræðilegum rannsóknum
hérlendis. f því skyni og eftir ábendingu
fyrrv. landlæknis, Dr. Sigurðar Sigurðsson-
ar. lagði W.H.O. til, að gerð yrði þjóðskrá
á íslandi.23
Með notkun tölva á fleiri sviðum heil-
brigðisþjónustnnar varð mönnum ljóst, að
án tengingar milli hinna ýmsu kerfa, sem
færu af stað á mismunandi stofnunum
kæmu upplýsingasöfn ekki að fullum not-
um. Þá var hugmynd Dr. Sigurðar frá 195024
tekin upp á nýjan leik, þ. e. hugsanleg upp-
bygging gagnamiðstöðvar (databanka) hér,
í því skyni að nýta betur allar þær heilsu-
farslegu upplýsingar, sem safnað yrði. Menn
töldu í fyrstu, að aðalkostir slíkrar mið-
stöðvar væru auknir möguleikar til farald-
ursfræðilegra rannsókna af ýmsu tagi.
Brátt varð þó ljóst mikilvægi þess, að
upplýsingar nýttust ekki einungis þeim, sem
ynnu að rannsóknarverkefnum, heldur einn-
ig hinum almenna lækni, bæði utan og inn-
an sjúkrahúsa. Jafnframt varð augljóst að
upplýsingar ættu helzt að streyma til gagna-
miðstöðvar úr upplýsingakerfum einstakra
þátta heilbrigðisþjónustunnar á sjálfvirkan
hátt.
NÚVERANDI AÐSTÆÐUR f TÖLVU-
MÁLUM HEILBRIGÐISÞJÓNUST-
UNNAR
Enn hefur ekki verið mörkuð ákveðin
stefna í skipulagi tölvuverkefna á heilbrigð-
issviðinu hér. Þeir aðilar sem hafa sett í
gang tölvuverkefni á heilbrigðissviðinu hafa
ekki leitað samstarfs sín á milli nema að
takmörkuðu leyti.
Hingað til hafa allar heilbrigðisstofnanir,
sem notað hafa tölvutækni, keypt skipulags-
og vinnsluþjónustu frá ýmsum skýrsluvéla-
aðilum. Hins vegar hafa stórfyrirtæki þjóð-
félagsins s. s. bankar, tryggingafyrirtæki,
flutningsfyrirtæ'ki og dreifingarfyrirtæki
menntað starfshópa tölvusérfræðinga
(tölvustjóra, forritara, kerfisfræðinga) er
vinna innan viðkomandi atvinnugreina.
Slík þróun hefur ekki orðið á heilbrigðis-
sviðinu (sjá töflu 1).
Eðli þeirra verkefna, sem unnin eru með
tölvum nú á heilbrigðissviðinu, krefst ekki
vinnslu jafnóðum. Flest verkefni eru því
unnin mánaðarlega eða sjaldnar og aðeins
tvö þeirra daglega. Slík vinnsluaðferð er
kölluð runuvinnsla (batch processing).
Seinna í þessari grein verður minnst á
vinnslu frá endastöð, þar sem notandi er í
beinu sambandi við tölvu og getur bæði
skráð upplýsingar inn og fengið upplýsing-
ar út úr tölvu án tafar. Slík aðferð er köll-
uð „on-line“ vinnsla. Mörg verkefni á sviði
heilbrigðisþjónustunnar krefjast slíkrar
vinnslu til að hafa fullkomið gagn af tölv-
unni og þeim upplýsingum, sem í henni eru
geymdar.
Þau verkefni á heilbrigðissviði, sem höf-
undi er kunnugt um, að unnin séu reglulega
í runuvinnslu hár, eru (M: mánaðarlega eða
sjaldnar, D: daglega):
Rekstrarleg verkefni:
—- Launabókhald Ríkissp. Bsp. Lkt. (M)
— Aðalbókhald Bsp. (M)
—- Sjúklingabókhald Ríkissp. Bsp. Lkt.
(M)
— Uppgjör lækna við S.R. S.K. S.H. (M)
Tölfræðileg verkefni:
— Ársskýrslur Ríkissp. Bsp. Lkt. (M)
— Tölfræðilegar skýrslur ýmissa deilda