Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 231 Elías Davíðsson kerfisfræðingur TÖLVUTÆKNI OG HEILBRIGÐISÞJÖNUSTA III FRAMTÍÐ TÖLVUTÆKNI í ÍSLENZKA HEILBRIGÐISKERFINU í þessari lokagrein um tölvutækni í heil- brigðismálum, verður reynt að draga upp mynd af þróun þessara mála hérlendis eins og hún hefur verið og mun hugsanlega verða á næstu árum. Greininni er m. a. ætlað að ýta undir umræður meðal þeirra aðila heil- brigðisþjónustunnar, sem munu væntanlega nota umrædd tölvukerfi. Notkun „datatækni" í heilbrigðismálum hér á landi má rekja til 1952, en þá byrjuðu íslendingar að nota slíka tækni vegna áhuga W.H.O. á faraldursfræðilegum rannsóknum hérlendis. f því skyni og eftir ábendingu fyrrv. landlæknis, Dr. Sigurðar Sigurðsson- ar. lagði W.H.O. til, að gerð yrði þjóðskrá á íslandi.23 Með notkun tölva á fleiri sviðum heil- brigðisþjónustnnar varð mönnum ljóst, að án tengingar milli hinna ýmsu kerfa, sem færu af stað á mismunandi stofnunum kæmu upplýsingasöfn ekki að fullum not- um. Þá var hugmynd Dr. Sigurðar frá 195024 tekin upp á nýjan leik, þ. e. hugsanleg upp- bygging gagnamiðstöðvar (databanka) hér, í því skyni að nýta betur allar þær heilsu- farslegu upplýsingar, sem safnað yrði. Menn töldu í fyrstu, að aðalkostir slíkrar mið- stöðvar væru auknir möguleikar til farald- ursfræðilegra rannsókna af ýmsu tagi. Brátt varð þó ljóst mikilvægi þess, að upplýsingar nýttust ekki einungis þeim, sem ynnu að rannsóknarverkefnum, heldur einn- ig hinum almenna lækni, bæði utan og inn- an sjúkrahúsa. Jafnframt varð augljóst að upplýsingar ættu helzt að streyma til gagna- miðstöðvar úr upplýsingakerfum einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar á sjálfvirkan hátt. NÚVERANDI AÐSTÆÐUR f TÖLVU- MÁLUM HEILBRIGÐISÞJÓNUST- UNNAR Enn hefur ekki verið mörkuð ákveðin stefna í skipulagi tölvuverkefna á heilbrigð- issviðinu hér. Þeir aðilar sem hafa sett í gang tölvuverkefni á heilbrigðissviðinu hafa ekki leitað samstarfs sín á milli nema að takmörkuðu leyti. Hingað til hafa allar heilbrigðisstofnanir, sem notað hafa tölvutækni, keypt skipulags- og vinnsluþjónustu frá ýmsum skýrsluvéla- aðilum. Hins vegar hafa stórfyrirtæki þjóð- félagsins s. s. bankar, tryggingafyrirtæki, flutningsfyrirtæ'ki og dreifingarfyrirtæki menntað starfshópa tölvusérfræðinga (tölvustjóra, forritara, kerfisfræðinga) er vinna innan viðkomandi atvinnugreina. Slík þróun hefur ekki orðið á heilbrigðis- sviðinu (sjá töflu 1). Eðli þeirra verkefna, sem unnin eru með tölvum nú á heilbrigðissviðinu, krefst ekki vinnslu jafnóðum. Flest verkefni eru því unnin mánaðarlega eða sjaldnar og aðeins tvö þeirra daglega. Slík vinnsluaðferð er kölluð runuvinnsla (batch processing). Seinna í þessari grein verður minnst á vinnslu frá endastöð, þar sem notandi er í beinu sambandi við tölvu og getur bæði skráð upplýsingar inn og fengið upplýsing- ar út úr tölvu án tafar. Slík aðferð er köll- uð „on-line“ vinnsla. Mörg verkefni á sviði heilbrigðisþjónustunnar krefjast slíkrar vinnslu til að hafa fullkomið gagn af tölv- unni og þeim upplýsingum, sem í henni eru geymdar. Þau verkefni á heilbrigðissviði, sem höf- undi er kunnugt um, að unnin séu reglulega í runuvinnslu hár, eru (M: mánaðarlega eða sjaldnar, D: daglega): Rekstrarleg verkefni: —- Launabókhald Ríkissp. Bsp. Lkt. (M) — Aðalbókhald Bsp. (M) —- Sjúklingabókhald Ríkissp. Bsp. Lkt. (M) — Uppgjör lækna við S.R. S.K. S.H. (M) Tölfræðileg verkefni: — Ársskýrslur Ríkissp. Bsp. Lkt. (M) — Tölfræðilegar skýrslur ýmissa deilda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.