Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 68
266
LÆKNABLAÐIÐ
sjúkrahúsanna. Áætlun, sem gerir ráð fyr-
ir því, að göngudeildir haldi áfram að vera
lokaðar og reknar án beinna starfstengsla
við heimilislækna og heilsugæzlustöðvar.
er út í bláinn. Núverandi rekstrarfyrir-
komulag göngudeildanna hlýtur að breyt-
ast í náinni framtíð og er sú þróun reyndar
þegar hafin. Við viljum þess vegna beina
því til heilbrigðisyfirvalda, að þau beiti sér
sem skjótast fyrir aðgerðum, sem miða að
því að hraða uppbyggingu heilsugæzlu-
stöðva og koma starfsemi göngudeilda
sjúkrahúsanna í viðunandi horf. Þá fyrst,
þegar reynslan hefur sýnt, hvaða áhrif efl-
ing heilsugœzlustöðva og opnun göngu-
deilda hefur á vistunarþörf sfukrahúsa, er
unnt að gera áœtlun um œskilegan rúma-
fjölda einstakra sjúkradeilda. Slíkar að-
gerðir er nauðsynlegt að setja á oddinn til
þess að stöðva ofvöxt, sem annars hleypur
í þann þátt heilbrigðisþjónustunnar, sem er
langsamlega dýrastur í rekstri.
F. h. Félags íslenzkra lækna í Bretlandi.
Helgi Valdimarsson,
Þórður Harðarson.
FÉLAG ÍSLENZKRA BÆKLUNARLÆKNA
Hinn 28. sept. 1972 var Félag íslenzkra
bæklunarlækna stofnað formlega. Á stofn-
fundi voru 10 læknar. í lögum félagsins
um tilgang þess segir:
I. Það ber að vinna að aukinni þekkingu
lækna, almennings og yfirvalda á
orthopediu, verksviði hennar og verk-
efnum.
II. Vera málsvari og samvinnuvettvang-
ur íslenzkra orthopeda innanlands og'
utan.
Þá segir í lögum félagsins einnig, að fé-
lagar geti orðið íslenzkir læknar með sér-
menntun í orthopediu, en einnig innlendir
og erlendir læknar aðrir eftir ákvörðun
félagsfundar.
Fyrsta stjórn félagsins er skipuð eftir-
töldum læknum:
Forrnaður: Stefán Haraldsson.
Ritari: Haukur Árnason.
Gjaldkeri: Höskuldur Baldursson.
Varaformaður: Jóhann Guðmundsson.
Varastjórn:
Páll Sigurðsson.
Bragi Guðmundsson.