Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ
255
Snorri Páll Snorrason, formaður L.I.
ÝMIS VIÐHORF í HEILBRIGÐISMÁLUM
FLUTT Á AÐALFUNDI L.í. 1973
(Lítið eitt breytt og stytt)
Gagnlegt getur verið að viðra nokkur
sjónarmið og viðhorf í heilbrigðismálum,
drepa á nokkur verkefni, sem framundan
eru, og vandamál, sem við er að glíma.
Ekki verður betur séð, en að það vefjist
fyrir flestum þjóðum að finna hagkvæma
lausn á þeim mörgu vandamálum, sem
leysa þarf til að tryggja þegnunum sem
bezta heilbrigðisþjónustu. Ennþá flóknara
vandamál er þó að tryggja þegnunum full-
komna heilbrigði og velhðan. Raunar er ein-
ungis hægt að stefna að því marki, sem virð-
ist óra langt undan.
Rétt er að hafa í huga, að heilbrigði og
vellíðan er ekki eingöngu afrakstur góðrar
heilbrigðisþjónustu. Velferðarþjóðfélagið er
miklu flóknara en svo. Góð fjárhagsleg af-
koma og félagslegt öryggi er ekki síður ein-
kenni velferðarríkisins og er talið stuðla að
almennri heilbrigði.
Að því tilskildu, að fyrir þessu sé sæmi-
lega séð, hygg ég, að flestir læknar séu sam-
mála um, að bætt heilbrigðisþjónusta stuðli
að aukinni heilbrigði þegna. Svo mikið er
víst, að allar menningarþjóðir verja síaukn-
um fjármunum til heilbrigðisþjónustunnar
í þeirri trú, væntanlega, að eitthvað fáist i
staðinn.
Hér hjá okkur gengur þróunin í sömu átt,
en er meir hægfara en meðal ríkari þjóða
og þróaðri. Þótt erfitt sé með samanburð
er Ijóst, að íslendingar verja minni hluta af
þjóðartekjum til heilbrigðismála en ýmsar
aðrar þjóðir, t. d. norðurlandaþjóðirnar. Á
sama tíma blasa við mörg og margvísleg
óleyst vandamál í heilbrigðismálum hér hjá
okkur, jafnvel svo, að talað er um neyðar-
ástand á einstökum sviðum. Má því ætla
að fjárveitingarvaldið sé nú reiðubúið að
auka hlutfallsleg útgjöld til heilbrigðismála.
Það er alveg ljóst, að almenningur ætlast
til þess af læknastéttinni, að hún beiti sér
fyrir því og tryggi, að læknisþjónustan sé
jafnan viðunandi. Það er mín skoðun, að
læknastéttin fái meira ámæli en stjórnvöld,
þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðis-
málum. Svo virðist sem stjórnmálamönn-
um, með hjálp fjölmiðla, sé í lófa lagið að
snúa almenningsálitinu í þessum efnum
gegn læknum, þegar svo ber undir. Þess eru
dæmi að alþingismaður hafi á opinberum
vettvangi lýst því yfir að læknar hafi brugð-
izt skyldum sínum í heilbrigðiskerfinu.
Vafalaust á læknastéttin nokkra sök á
því, að aðstöðu til lækninga utan sjúkrahúsa
er jafnt ábótavant og raun er á. Einnig
hefði stéttin eflaust getað haft áhrif á hinn
ákaflega hæga byggingarhraða sjúkrahúsa,
sem hér hefur legið í landi, með þeim af-
leiðingum, að nú er talið, að vanti mörg
hundruð sjúkrarúm í landinu.
En stjórnvöld og þar á meðal alþingis-
menn geta ekki með réttu skotið sér undan
ábyrgð í þessu efni, og mér virðist vera
tímabært að læknasamtökin taki upp harð-
ari stefnu en hingað til gagnvart fjárveit-
ingavaldinu um f jármögnun og framkvæmd
á sviði heilbrigðismála. Samtökin þurfa þá
jafnframt að gera sér grein fyrir, hvaða
framkvæmdir skuli hafa forgang hverju
sinni. í þessu efni er áreiðanlega fyllilega
tímabært, að læknasamtökin leysi af ein-
staka lækna, sem jafnan hafa barizt árang-
urslítilli baráttu í ráðuneytunum fyrir fram-
gangi sinna stofnana eða áhugamála.
Læknastéttin á ekki að sætta sig við svo
hægfara framkvæmdir í heilbrigðismálum,
að hún liggi undir almennum ámælum um,
að hún geri of litlar kröfur á þessu sviði
fyrir hönd þegnanna.
Víkjum nú að öðrum sviðum heilbrigðis-
þjónustunnar:
Heilsuvernd. í heilbrigðisþjónustunni er
í vaxandi mæli keppt að því að koma í veg
fyrir sjúkdóma og finna sjúkdóma á byrj-
unarstigi, meðan þeir eru auðlæknanlegri.
Á síðustu árum hafa skapazt ný viðhorf á
þessu sviði. Lögð er vaxandi áherzla á sjúk-