Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
253
flutninga annast, öðlist þá dómgreind og
þjálfun, sem til þarf til að bjarga manns-
lífum og veita þá meðferð og aðhlynningu,
sem best verður á kosið í hverju tilfelli.
Eins og sjúkraflutningamál okkar hafa þró-
ast og ég hef lýst þeim, er augljóst, að það
er eðlilegt að þessi mál séu öll tekin til end-
urskoðunar og reynt að gera sér grein fyrir
því, hvaða breytingar á fyrirkomulagi þess-
arar þjónustu geta orðið til verulegra bóta
fyrir þá, sem hennar þurfa að njóta.
í þessu sambandi koma eftirfarandi atriði
til íhugunar:
1. Hverjir eiga að skipuleggja sjúkraflutn-
inga?
2. Hverjir eiga að annast framkvæmd
flutninganna?
3. Hver eiga að vera tengsl sjúkraflutninga
og sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana?
4. Hvernig á að greiða kostnað við sjúkra-
flutninga?
Lítum lítillega á hvert þessara atriða fyrir
sig.
1. Ég tel, að sveitarfélög eigi, hvert fyrir
sig eða saman, að skipuleggja sjúkraflutn-
inga innan héraðs. hetta er í samræmi við
það, að yfirleitt er gert ráð fyrir því,
að sveitarstjórnir ráði heilbrigðisstofnunum,
hvert á sínum stað eða svæði. Tel ég eðli-
legt, að sjúkraflutningamál komi sem einn
þáttur skipulagningar þessarar þjónustu.
Hins vegar tel ég, að sjúkraflutninga til fjar-
lægari staða, einkum ef um er að ræða
flutninga með flugvélum, sé eðlilegra að
skipuleggja fyrir stærri landsvæði og mjög
oft fyrir landið allt.
Þannig tel ég eðlilegt að skipuleggja
sjúkraflug út frá þeim tveim aðalmiðstöðv-
um sjúkrahúsþjónustu, sem heilbrigðisstjórn-
in hefur gert ráð fyrir að verði í landinu,
þ. e. a. s. Reykjavík og Akureyri, og að heil-
brigðisstjórnin sjálf, í samvinnu við flug-
félög, annist lausn þessara mála.
í þeim lögum um heilbrigðisþjónustu, sem
tóku gildi hinn 1. janúar 1974, er gert ráð
fyrir því í 42. gr., að heilbrigðisráðuneytið
geri, í samráði við samgönguráðuneyti og
dóms- og kirkjumálaráðuneyti, þ. e. a. s. í
samráði við vegamálastjóra, landhelgisgæslu
og flugmálastjóra og við landlækni, áætlun
um það, hvernig best og öruggast verði séð
um, að læknar komist frá heilsugæslustöðv-
um til móttökustaða innan starfssvæðis og
um almennt sjúkraflug og neyðarþjónustu.
Þá er heimild í þessari sömu lagagrein til
þess, að ráðuneytið geri í þessu skyni samn-
ing við flugfélög um þessar ferðir eða gerist
aðili að rekstri flugvélar eða þyrlu til þess-
ara nota.
Mér þykir líklegt, ef þessi leið verður
farin, þ. e. að heilbrigðisstjórnin reyni að
standa fyrir skipulagningu af þessu tagi, að
sérstakar ráðstafanir verði að gera vegna
Vestfjarða og Austurlands og væri fróðlegt
að heyra álit fulltrúa frá þessum landssvæð-
um, ef þeir eru hér á ráðstefnunni.
2. Víkjum þá að öðrum þætti þessa máls,
þ. e. a. s. framkvæmd skioulagningar. Kem-
ur þá strax til álita í sambandi við sjúkra-
flutninga í sjúkrabílum, í hve miklum mæli
er hægt að gera ráð fyrir því, að sérstaklega
menntaðir sjúkraflutningamenn geti tekið að
sér þessi störf í framtíðinni.
Starfsemin á þessu sviði virðist vera orð-
in það viðamikil á Reykjavíkursvæðinu, að
rétt sé að kanna það ýtarlega, hvort það
fyrirkomulag, sem nú er, að slökkviliðið ann-
ist þessa þjónustu, eða hitt að koma upp
sérþjálíuðum sjúkraflutningamönnum, er
hagkvæmara.
Er ég átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir nokkrum árum, var flutt þar tillaga
um athugun á endurskoðun sjúkraflutninga á
Reykjavíkursvæðinu og lagði ég þá til, að
athugað yrði sérstaklega, hvort ekki væri
tímabært að rjúfa tengsl sjúkraflutninga og
slökkvi I iðs.
3. Við komum þá að þriðja atriðinu til
umhugsunar, þ. e. a. s. um tengsl sjúkra-
flutninga við sjúkrahús og heilbrigðisstofn-
anir. Af því, hvernig sjúkraflutningar hafa
þróast hérlendis, hafa þeir ekki orðið þáttur
í starfi sjúkrahúsa oo starfslið sjúkrahúsa
hefur ekki tekið þátt í sjúkraflutningum
nema að mjög litlu marki og þá í einstaka
tilvikum.
Á síðari árum hefur það farið vaxandi víða
erlendis að tengja sjúkraflutninga við sjúkra-
hús, og þá einkum út frá því sjónarmiði, að
mjög sé mikilvægt að hefja ýmis konar með-
ferð og aðgerðir eins fljótt og auðið er. Þetta
verður því aðeins framkvæmt, að með sjúkra-
bíl sé jafnan sérmenntað starfslið til þessa
og að í honum sé bæði tækjabúnaður og