Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÖ 241 Loftur Magnússon augnlæknir UM ORTHOPTISKA MEÐFERÐ (Erindi flutt á fundi i Læknafélagi Akureyrar í nóvember 1972. Hér nokkuð stytt og lagfært). Ég myndi í kvöld vilja verja tíma ykk- ar til kynningar á einum þýðingarmikl- um hluta augnlækninganna, sem lítt hef- ur verið dreginn fram í dagsljósið hjá okkur fram til þessa, og er það vonum seinna. Læknisfræðiorðabókin kallar þetta orthoptik, og merkir það nánast að rétta skakka sjónöxla. Nokkur vandkvæði finnst mér á að þýða þetta á íslenzku svo að vel fari. Það hefur verið kallað augnþjálfun, eða samþjálfun augna. Eitt orð, sem einnig kæmi til greina er sjón- þjálfun, og er það þá bein þýðing úr ensku á „visual training“, eða „syntran- ing“ eins og það hefur verið kallað á sænsku. Við augndeildina í Örebro, þar sem ég vann áður en ég kom hingað, hefur verið starfrækt orthoptisk deild í nokkur ár, og hafði ég þar tækifæri til að kynnast þessari starfsemi nokkuð. Ég ætla hér að gera tilraun til að útskýra í hverju hún er fólgin. íslenzk tunga á ágætt orð yfir strabis- mus, en það er rangeygð. Fornlegra og minna notað er orðið skjálgi. Orðið rang- eygð eða lýsingarorðið rangeyg(ð)ur hef- ur kannske af skiljanlegum ástæðum frek- ar ógeðfelldan hljóm í íslenzkri málvenju. Foreldrar, sem koma með rangeyg börn sín, taka sér ógjarnan þetta orð í munn, en segja heldur, að krakkinn sé skakk- eygur eða tileygur. í starfi okkar augn- lækna má í mörgum tilvikum líta á það sem tillitssemi að sneiða hjá þessu orði. Ég ætla þó, á þessari samkundu, að leyfa mér að nota það án undanbragða. Því miður erum við ekki jafnvel sett varð- andi mörg þau hugtök önnur, sem sér- staklega varða þetta efni. íslenzk orð hef ég oft ekki fundið, enda hefur þeirra tæpast verið þörf í skrifuðu máli fram til þessa. Sum hef ég reynt að þýða, sjálfsagt með misjöfnum árangri. Önnur halda sinni upprunalegu mynd, en öll bíða þau síns tíma að fá það heiti, er bezt aðlagas* málinu. Niðurstöður um tíðni rangeygðar eru nokkuð breytilegar eða frá 2—5% af í- búatölu, allt eftir því hvar og hvernig rannsóknirnar eru gerðar. Samkvæmt heimild, sem ég hef frá Svíþjóð, eru þar 4% allra fjögurra ára barna með þetta lýti. Gert er ráð fyrir, að um helmingur þeirra myndi fá mjög lélega sjón á öðru auga, ef byrjun meðferðar væri dregin á landinu eða vanrækt með öllu. Ekki skal dregin fjöður yfir, að ástandið í þessum málum hér á landi má bæta stórlega frá því, sem nú er, einfaldlega með því að gefa börnum kost á þeirri með- ferð, sem nú hefur í áratugi þróast og sjálfsögð þykir í nágrannalöndum okkar. Að tala um orsakir rangeygðar er eig- inlega utan þess ramma sem ég hef hér markað mér. Nokkurra almennra atriða skal þó geta. Til dæmis, hvað er orsök og hvað afleiðing, þegar saman fara rang- eygð og sjóndepra. Oftast er sjóndepran afleiðing þess, að augað er skakkt, en í sumum tilfellum er því öfugt varið. Ef annað augað verður sjóndapurt vegna slyss eða sjúkdóms, er algengt, að það smám saman verði rangstætt. Samsjón (fusion) er þýðingarmikið hugtak í þess- um fræðum, en þar er átt við samruna tveggja mynda í eina í sjónstöðvum heil- ans, sem þangað berast hvor frá sínu auga. Til þess að þetta samstarf ekki rofni, þarf að fullnægja mörgum skil- yrðum. Þar kemur til samspil miðlægra neurologiskra, anatomiskra, motoriskra og sensoriskra þátta. Dæmi um rangeygð vegna sjúkleika hvers þessara þátta eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.