Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 22
242 LÆKNABLAÐIÐ lömun vegna skemmda á miðtaugakerfi, óeðlileg anatomi augntóttanna, vansköpun á augnvöðvum og festingum þeirra og að lokum mikill munur á sjónskerpu augnanna. Einn eða annar minniháttar galli hefur kannski ekki þýðingu, en ef margir leggjast á eitt getur „fusionsref- lexinn“ ekki hamlað á móti og augun tapa samstöðu sinni. Tilgangur orthoptískrar meðferðar er að koma í veg fyrir þær afleiðingar, sem rangeygð hefur á skynstarfsemi augn- anna (the sensory changes in strabismus). Mig langar því til að þið glöggvið ykkur á nokkrum hugtökum, sem eru undirstaða skilnings á tilgangi og árangri sjónþjálf- unar, en því orði hallast ég einna helzt að sem íslenzku heiti á þessari meðferð. Þegar augun verða rangstæð, fær sjúk- lingurinn tvísýni, sem hann reynir að losna við á einhvern hátt. Fyrstu ár æv- innar er starfsemi augnanna reikul, án fastrar mótunar, og þá er fyrir hendi hæfileikinn að aðlaga sig að þessum breyttu aðstæðum og losna við þau óþæg- indi sem tvísýni veldur. Þessi hæfileiki er í því fólginn, að myndskynjun rang- stæða augans hverfur eða afmáist á leið sinni til meðvitundarinnar, a. m. k. að því marki, að tvísýnin hverfur. Hægt er að sýna fram á sjónsviðseyður (scotom) hjá rangstæða auganu, sem ná yfir bæði maculasvæðið og þann hluta sjónu (ret- ina), sem tekur við þeirri mynd, sem innmiðuð er með réttstæða auganu. Þessi aðlögun verður mjög fljótt hjá börnum upp til 6 ára aldurs, nokkru tregar eftir það, og tæpast eftir að náð er 9 ára aldri. Þetta fyrirbæri er nefnt suppression og kalla ég það hér á eftir sjónbælingu. Hjá börnum með skiptirangeygð (altern. strab.), eru bæði augun notuð jafn mik- ið og til skiptis og hafa þá bæði þennan hæfileika. Jafnskjótt og auganu er beitt, hverfur sjónbælingin og augað heldur fullri sjónskerpu. Ef málin hins vegar skipast þannig, að annað augað nær yfir- höndinni, þar eð hitt augað er aðeins sjóndaprara eða hefur að einhverju leyti verri byrjunaraðstöðu, er betra auganu að jafnaði beitt, sjónbælingin verður stöðugt hlutskipti verra augans og hverf- ur að lokum ekki, þótt augað sé þvingað til notkunar, t. d. með því að halda fyrir betra augað. Hér höfum við það ástand, sem hvað mesta þýðingu hefur hjá rang- eygum börnum, en það er sjóndepra eða hálfblinda vegna vannotkunar augans (strabismus amblyopia). Til er önnur aðferð en sjónbæling til að losna við tvísýni í þessum tilvikum. Subj- ectiva tilfinningin að horfa „beint fram“ er bundin miðjudæld sjónu (fovea cen- tralis). Fyrir hvern punkt á retina er annar mótsvarandi í hinu auganu og kall- ast þeir mótsvarandi punktar. Við eðli- legar aðstæður eru því miðjudældir sjónu í báðum augum mótsvarandi punktar og er þá til staðar eðlileg sjónusamsvörun (normal retinal correspondence). Sú mynd sem réttstætt auga innmiðar (fix- erar), fellur í rangstæðu auga til hliðar við miðjudæld augnabotnsins. í sumum tilfellum verður hér sjónsviðseyða (supp- ressionsscotom) eins og áður er getið, en í öðrum tilfellum verður aðlögun að vissu marki á þann hátt, að tilfinningin „beint fram“ flytst yfir á þennan hlið- læga blett, en af því leiðir eins konar sam- sýn milli augnanna, þótt annað þeirra sé rangstætt. Þessi samsýn er léleg að gæð- um, því að sjálfsögðu er sjónin döpur á rangstæða auganu, þar sem myndin, sem það leggur að mörkum fellur ekki á þann blett, sem gefur skarpasta sjón, en það er miðjudæld sjónu. Þetta fyrirbrigði heit- ir á ensku „anomalous retinal corresp- ondance" (skammstafað ARC): afbrigði- leg sjónusamsvörun. Enn er eitt hugtak sem verður að geta, en það er excentrisk fixation eða hliðlæg innmiðun augans. í þessum tilfellum er það afbrigðilegt, að notast er við innmið- unarpunkt utan við miðjudæld sjónu þeg- ar auganu er beitt. Þegar ljóst er, að slíkt ástand er fyrir hendi er höfuðskilyrði að láta einskis ófreistað að fá aftur fram miðlæga innmiðun (central fixation)- Oft er það erfitt, og takist það ekki verður augað aldrei að hálfu gagni vegna sjóndepru. Þessu má ekki rugla saman við afbrigðilega sjónusamsvörun, sem aðeins er fyrir hendi hjá rangstæðu auga, þegar það leitast við að vinna með hinu auganu í nokkurs konar aðlögunar- hlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.