Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 267 „Það er enginn vafi á því, frú Jósefína,“ sagði læknirinn, ,,þú ert ófrísk rétt einu sinni.“ „Það verður þá númer fimmtán,“ sagði veslings Jósefína, döpur í bragði. „Þetta getur ekki gengið svona lengur. Þú verður að hjálpa mér. Þú verður að útvega mér heyrnartæki.“ ,,Heyrnartæki?“ át læknirinn eftir. „Hvað kemur það þessu við?“ „Jú, sjáðu til. Á hverju laugardags- kvöldi kernur karlinn minn kenndur heim. Þegar við förum að hátta, snýr hann sér alltaf að mér og segir: „Jæja, eigum við að fara að sofa, eða hvað? Og það bregzt ekki, að ég segi: Hvað?“ „Er það satt, læknir, að lækna megi svefnleysi með því að sofa úti undir beru lofti?“ „Hárrétt! En ég mætti kannski benda á, að það læknast alveg jafnvel af því að sofa inni í rúmi.“ — ® — Sérfræðingur: Læknir, hvers sjúklingar mega aðeins vera veikir á stofutíma. Þegar frumburðurinn fæddist fylltizt móðirin hreinlætisæði. Allt sem kom ná- lægt barninu var vandlega sótthreinsað. Reyndari vinkona hennar ein reyndi að koma vitinu fyrir hana, en ráðleggingar hennar mættu aðeins löngum ræðum móð- urinnar um glæpsamlegt athæfi þeirra for- eldra, sem ekki sinna nægilega heilbrigði barna sinna. Einn daginn tjáði hún vinkonu sinni, að barnið væri að íá sína fyrstu tönn og spurði, hvað hún ætti að gera. „Hafðu engar áhyggjur,“ svaraði vin- konan. „Þú skalt bara stinga fingrinum varlega upp í krakkann — .“ Hún hætti, þegar hún sá skelfingarsvipinn á móður- inni, en bætti síðan við í flýti: „Auðvitað sýðurðu fingurinn fyrst!“ — ® — í mörg ár hafði læknirinn árangurslaust reynt að fá Jón til að megra sig. Dag nokk- urn kom Jón til hans og kvartaði um að hann svæfi alltaf með munninn opinn. „Það er hægt að ráða bót á því,“ sagði læknirinn alvarlega. „Þú verður að megra þig.“ „Megra mig,“ át Jón eftir. „Hvað kem- ur það þessu við?“ ,,Jú, sjáðu til: Þú stendur svo á blístri aí' fitu, að í hvert sinn, sem þú lokar aug- unum þá opnast munnurinn!“ — ® — Rödd í símanum: „Viljið þér koma á stundinni, læknir, sonur minn gleypti rak- vélarblað." Læknirinn: „Stillið yður — ég kem strax. Hafið þér gert einhverjar neyðar- ráðstafanir?" Röddin: „Eg hef notað rafmagnsrakvél- ina.“ „Leyndu mig engu, læknir,“ sagði hinn fárveiki maður. „Hve langt á ég eftir ólifað?“ „Það er erfitt að segja,“ sagði læknirinn. „En væri ég þú, mundi ég ekki byrja að lesa neina framhaldssögu.“ Super-ego er það, sem fólk, sem er nógu ríkt til að fara til sálfræðings, hefur í staðinn fyrir samvizku. — • —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.