Læknablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
265
FRÁ FÉLAGI ÍSLENZKRA LÆKNA í BRETLANDI
VSSTUNARRÝMI SJÚKRAHÚSA
Á íslandi er nú varið til heilbrigðisþjón-
ustu nálægt 6% af heildartekjum þjóðar-
innar, og hefur þetta kostnaðarhlutfall far-
ið jafnt og þétt hækkandi undanfarin ár.
Eyðsla okkar til heilbrigðismála hlýtur
þannig að vera að nálgast það hámark, sem
þjóðarbúið þolir. Þetta þarf þó ekki að þýða,
að heilbrigðisþjónusta okkar geti ekki hald-
ið áfram að batna. Núverandi rekstrarkerfi
heilbrigðisþjónustunnar er óhagkvæmt, og
virðist mega spara mikið fé með tiltölulega
einföldum skipulagsaðgerðum. Markmið
þessara skrifa er að vekja athygli á sparn-
aðaraðgerðum, sem við teljum aðkallandi á
þessu sviði.
Einn stærsti útgjaldaliður heilbrigðis-
þjónustunnar er rekstur sjúkrahúsa, og þar
vega þyngst launagreiðslur til starfsfólks.
Sjúklingar, sem eru vistaðir á sjúkrahúsum,
fá umönnun, sem miðast við, að þeir séu
nánast ósjálfbjarga. Kannanir hafa þó leitt
í ljós, að verulegur hluti þeirra sjúklinga,
sem nú eru vistaðir á sjúkrahúsum (u. þ. b.
þriðjungur á sumum deildum), þurfa ekki
á slíkri umönnun að halda. Er hér um að
ræða sjúklinga, sem eru lagðir inn á sjúkra-
hús til rannsókna. Rannsóknastofur sjúkra-
húsanna annast ekki nema að takmörkuðu
leyti rannsóknir á sjúklingum, sem hafa ból-
setu utan sjúkrahúsveggjanna. Eins og mál-
um er háttað, geta sjúklingar þess vegna
yfirleitt ekki notið þeirrar aðstöðu, sem
sjúkrahúsin bjóða upp á, nema þeir hafi
fyrst verið vistaðir þar sem legusjúklingar.
Víkkun á starfssviði göngudeilda sjúkra-
húsanna þannig, að þær annist alla sjúkl-
inga, sem að dómi heimilislækna og ann-
arra sérfræðinga þurfa á sjúkrahúsrann-
sókn að halda, er einföld skipulagsaðgerð,
sem mundi sennilega útrýma biðlistum og
fækka verulega sjúklingum á sumum
sjúkradeildum, sem nú eru yfirfullar.
Göngudeildir eru mun ódýrari í rekstri en
legudeildir og krefjast margfalt minna hús-
rýmis. Auk hagræðis fyrir sjúklinga mundi
þessi skipulagsbreyting þannig draga mikið
úr rekstrar- og byggingarkostnaði sjúkra-
húsanna. Hins vegar yrði nauðsynlegt að
efla rannsóknardeildir, svo að þær geti mætt
því aukna álagi, sem opnun göngudeilöa
mundi hafa i för með sér.
Uppbygging heilsugæzlustöðva er önnur
brýn aðgerð, sem ekki mun einvörðungu
bæta gæði heilbrigðisþjónustunnar, heldur
trúlega einnig minnka legurýmisþöi'f
sjúkrahúsanna að mun. Við núverandi
skipulag eru allmörg rúm á dýrustu sjúkra-
húsunum notuð fyrir langlegusjúklinga.
Truflar þetta eðlilega nýtingu þessara
sjúkrahúsa og hefur verið ráðgert að
byggja sérstök hæli fyrir slíka sjúklinga.
Hins vegar virðist mega leysa vandarnál
margra langlegusjúklinga á ódýrari og
mannúðlegri hátt með því að sjá þeim fyr-
ir heimahjúkrun og margvíslegri annarri
heimilisaðstoð. Þessa þjónustu virðist vera
eðlilegast að skipuleggja og reka frá heilsu-
gæzlustöðvum í samvinnu við sjúkrahúsin.
Bygging heilsugæzlustöðva er dýr fram-
kvæmd, sem mun krefjast þess, að fjárfram-
lög til heilbrigðismála verði talsvert aukin
í bili. Sú fjárfesting ætti þó fljótlega að skila
hagnaði, sem byggist á lækkun rekstrar- og
byggingarkostnaði sjúkrahúsa og hagkvæm-
ari nýtingu á þjónustu heilbrigðisstarfs-
fólks, er vinnur utan sjúkrahúsanna.
Nýlega birti heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið skýrslu um vistunarþörf
sjúkrahúsa, þar sem áætlun er gerð um
æskilegan fjölda sjúkrarúma fyrir hinar
ýmsu greinar sjúkrahúslækninga. í áætlun
þessari er gert ráð fyrir svipuðu fyrirkomu-
lagi læknisþjónustu og nú tíðkast. Þannig
er ekki tekið tillit til þeirra áhrifa, sem
efling heilsugæzlustöðva og almenn opnun
göngudeilda mun hafa á vistunarþörf