Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 24

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 24
244 LÆKNABLAÐIÐ séu áður vel undir þennan áfanga búin, með vel skipulagðri occlusionmeðferð. Á þessu stigi hljóta vegir að skiljast með þeim börnum, sem geta notið orthoptiskr- ar meðferðar og hinna, sem enga slíka geta fengið. Þar sem slík aðstaða er ekki fyrir hendi, er vissulega hægt að fá við- unandi bót á útlitinu með skurðaðgerð. Hafi hins vegar einhver gert sér í hug- arlund, að það eitt, að fá augun réttstæð, nægi til þess, að þau fari að vinna sam- an eða fái samsjón, er það mikill misskiln- ingur. Þegar um er að ræða sjónbælingu, sem óhjákvæmilega hlýtur að vera í þess- um tilfellum, verður síðasta stigi með- ferðarinnar ekki náð, þ. e. a. s. fusion eða samsjón, nema gegnum sérstaka sam- þjálfun augnanna (antisuppressionsmeð- ferð). Má raunar segja, að með vel sjá- andi, réttstæðum augum, sé mikilvægustu áföngum meðferðarinnar náð, þótt sam- sjón vanti. Þó verður því ei á móti mælt, að þar með er hætt við hálfnað verk. Með því að taka skrefið til fulls og þjálfa upp samsjón, er einnig hægt að koma í veg fyrir, að aftur tapist það, sem á- unnizt hefur, þ. e. a. s. að augun skekk- ist aftur og sjóndepra sæki á áður upp- þjálfað auga. Þar sem aðstaða er til orthoptiskrar meðferðar, eru börnin tekin inn til að- gerðar, helzt fyrir skólaaldur. Þó verða þau að vera orðin nægjanlega þroskuð andlega til samstarfs við slíka meðferð. Á orthoptiskri deild er óhjákvæmilegt að hafa sérþjálfað fólk sér til aðstoðar. Þessa starfsgrein vantar íslenzkt heiti, en kallast á ensku orthoptic technician og á sænsku orthoptist. Með starfsheitið sjúkra- þjálfari sem fyrirmynd, mætti kannski í þessu tilfelli nota orðið sjónþjálfari, í vöntun á öðru betra. Áður en skurðaðgerð er framkvæmd, kemur til kasta þessa fólks, að undirbúa barnið undir aðgerðina með því að losa það við sjónbælingu eða afbrigðilegasjónu- samsvörun, sé hún einnig fyrir hendi. í stórum dráttum fer það fram á þann hátt, að í sérstöku tæki, svokölluðum synophto- for, eru sjúklingnum sýndar sérstakar myndir, ein fyrir hvort auga, ólíkar hvor annarri en þó þannig úr garði gerðar, að þær geta runnið saman í eina. í byrjun meðferðarinnar er það vitaskuld svo, að sjúklingurinn sér aðeins aðra í einu, en útilokar hina með sjónbælingu. Þessar myndir er hægt að lýsa upp eða myrkva að vild. Meðferðin er í því fólgin, að örva bæði augun með ýmsum brögðum til að starfa samtímis, þannig, að tvær myndir renni saman í eina, þrátt fyrir að augun eru enn rangstæð innbyrðis. Hér fær hug- kvæmni góðs sjónþjálfara notið sín á þann hátt, að hann reynir með síendurteknum tilraunum að lokka fram samsjón og brjóta niður kannski margra ára sjónbæl- ingu. Þegar meðferðin er það langt kom- in, að sjúklingur sér aftur tvöfalt við eðli- leg skilyrði, er það merki þess, að sjón- bælingin sé á undanhaldi. Takist að ná þessu stigi, eru horfurnar strax betri, og má eftir það vænta þess, að meðferðin beri tilætlaðan árangur. Nú er þess vand- lega gætt, að hafa alltaf bundið fyrir ann- að augað, svo sjónbælingin taki sig ekki upp aftur, þangað til kemur að næsta á- fanga, en það er að gera augun rétt- stæð með skurðaðgerð. Ef einnig þetta tekst eins og til er ætlazt, er ekki langt í það markmið, sem að er stefnt. Hafi með- ferðin gengið samkvæmt áætlun fram til þessa, hefur nú sjúklingurinn jafngóða sjón á báðum augum, þau eru réttstæð, án sjónbælingar, án tvísýni og má nú með áframhaldandi æfingum styrkja samsjón- ina og þjálfa upp rúmsjón eða skynjun í þremur víddum, sem er hæsta stigið í samstarfi augnanna. Þegar þessu marki er náð er meðferðin fyrst fullkomnuð. Með góðri skipulagningu og samstarfi margra aðila er hægt að ná þessum ár- angri, en það verður að viðurkennast að ekki gengur það alltaf snurðulaust. Má alltaf reikna með, að allstórum hluta sjúklinganna verði ekki hjálpað nema að takmörkuðu leyti. Sem dæmi má nefna, að ekki verður þjálfað upp samstarf milli augnanna hjá þeim, sem aldrei hafa haft samsjón með eðlilegum hætti t. d. hjá börnum með meðfædda rangeygð. Þar sem reynsla er fyrir hendi og veniur hafa skapazt, er tiltölulega fljótt hægt að vinza úr þau tilfelli, sem ekki þýðir að leggja frekari rækt við. Starfssvið sjónþjálfara eða orthoptista er raunar miklu víðfeðmara en hér hefur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.