Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 42

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 42
252 LÆKNABLAÐIÐ Umsjón og ábyrgð: Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri FYRIRKOMULAG SJÚKRAFLUTNINGA Erindi flutt á ráðstefnu Rauða Kross fslands um sjúkraflutninga laugardaginn 17. nóvembcr 1973. Um það er varla deilt, hve nauðsynlegt það er, að skipuleggja vandlega fiutninga sjúkra og slasaðra til lækna og sjúkrahúsa, til þess að fyrirbyggja svo sem verða má, að töf á því að sjúkir og slasaðir komist undir læknishendur, valdi heiIsutjóni eða dauða. Hvernig fyrirkomulag og skipulagning þessara mála á svo að vera í stórum drátt- um eða smáatriðum og hitt, hver á að sjá um þá skipulagningu, má hins vegar deila um. Frá fyrstu tíð hefur það verið eitt af aðal- stefnumálum Rauða Krossins, að koma skipulagi á sjúkraflutninga og Rauði Kross íslands mun hafa keypt sína fyrstu sjúkra- bifreið í Reykjavík 1926 og síðan munu óslit- ið hafa verið stundaðir sjúkraflutningar á vegum Rauða Krossins fyrir Reykjavík og svæðið umhverfis Reykjavík. Frá byrjun hefur rekstur sjúkrabifreiða verið hjá slökkviIiði borgarinnar og slökkvi- liðsmenn hafa unnið sem sjúkraflutninga- menn, enda þótt sjúkraflutningar hafi orðið æ stærri þáttur í starfi margra sjúkraflutn- ingamanna eftir því sem ár hafa liðið og flutningar hafa aukist. Ég ætla hér ekki að gera tilraun til að lýsa, hvernig sjúkraflutningum er fyrir kom- ið á landinu í heild, um það hef ég ekki tæmandi upplýsingar, en í stórum dráttum má segja, að sjúkraflutningar í bifreiðum annist annars vegar Rauða Kross deildir ein- ar sér eða í samvinnu við aðra aðila, og hins vegar lögregla í lögreglubifreiðum, sem þá hafa sérstaklega verið útbúnar til þess- ara hluta. Venjulega hefur þetta fyrirkomulag kom- ist á með samkomulagi sveitastjórna og viðkomandi lögreglustjóra, eða sveitastjórna og viðkomandi ráðamanna Rauða Krossins og ráðuneyti, hvorki heilbrigðisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti, hafa haft afskipti af þessum málum. Hvað snertir afskipti dómsmálaráðuneytis af sjúkraflutningi lögreglumanna, þá hefur það verið yfirlýst stefna þess ráðuneytis að þetta fyrirkomulag væri mjög hentugt og eðlilegt og ekki verið unnt að leysa vand- kvæði fámennra byggðarlaga með öðru móti, nema að stofna til mjög aukins kostnaðar. Þetta fyrirkomulag um sjúkraflutninga, bæði í Reykjavík og utan Reykjavíkur, hefur orðið til þess, að ekki hefur orðið til nein stétt sjúkraflutningamanna, en þeir, sem þessi störf hafa annast, bæði í Reykjavík og utan Reykjavíkur, hafa fengið mismikla tilsögn og menntun í námskeiðum á vegum Rauða Krossins og annarra aðila. Nú er það vitað, að oft skiptir það veru- legu máli um framgang meðferðar, hvernig fyrstu viðbrögð þeirra eru, sem um fjalla og því er það, að talið er nauðsynlegt, að þeir, sem annast sjúkra- og slysaflutninga, læri umönnun og meðferð þessa fólks sérstak- lega. Mjög víða annars staðar munu þeir, sem annast sjúkraflutninga, fá mjög svipaða þjálfun til starfa og sjúkraliðar fá hér, sem almenna menntun, en síðan sérmenntun í ákveðnum atriðum, sem skipta máli vegna sérstakra sjúkdóma og sérstakra tegunda slysa. Slík kennsla, bókleg og verkleg, verður helst að fara fram í sjúkrahúsum, þar sem bráð sjúkdóms- og slysatilfelli eru tekin til meðferðar. Með þessu móti einu er hægt að gera ráð fyrir því, að þeir, sem sjúkra-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.