Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 57 Björn Önundarson DRÖG AÐ KÖNNUN Á STÖRFUM 9 HEIMILISLÆKNA I REYKJAVÍK INNGANGUR Flestir munu vera á einu máli um það, að heilbrigði, hvort sem er í líkamlegum, andlegum eða félagslegum skilningi, sé dýrmætasta eign hvers manns. Sá, sem býr við vanheilsu í einni eða annarri mynd, getur og heldur aldrei ver- ið fullkomlega hamingjusamur. Þvi er það í hæsta máta bæði skiljan- legt og eðlilegt, að kröfur almennings til lækna og annarra þeirra, er að heilbrigðis- málum starfa, hafa löngum verið og eru enn miklar og margvíslegar. Fyrr á tímum var það engan veginn sjaldgæft, að þeir, er stunduðu háskóla- nám í einhverri fræðigrein (t. d. lögfræði eða guðfræði) kynntu sér jafnhliða þeirra tíma læknisfræði og gæfu sig síðar að lækningum jafnframt öðrum störfum sín- um. Er þekkingarforði hinna ýmsu og ólíku fræðigreina jókst, kom að því, að menn urðu ,,að halda sér við leistann sinn“ og láta sér nægja eina grein vel flestir. Hvað læknisfræðina áhrærir, má segja, að síðustu 3 aldarfjórðungana a. m. k. hafi bætzt svo mikið við í þekkingarsjóði henn- ar, að jafnvel afburðamönnum hefur reynzt ofraun að tileinka sér það helzta úr þeim til nokkurrar hlítar. Afleiðing þessa hefur því orðið sú, eins og flestum mun kunnugt, að læknisfræðin hefur skipzt niður í sífellt fleiri sérgreinar og sú skipting jafnframt stuðlað að nýjum uppgötvunum og framförum í greininni. Segja má, að sérhæfingin hafi á vissan hátt skipað læknum í tvo flokka. Annars vegar eru sérfræðingarnir, sem starfa aðallega innan veggja sjúkrahúsa eða annarra heilbrgðisstofnana, oftast nær allvel settir hvað tækjakost og aðstoð snertir. Hins vegar koma svo hinir almennu læknar, heimilislæknar, (sem reyndar geta líka verið sérfræðingar), er eyða starfsdeginum í lækningastofu sinni og i vitjanir til sjúklinga í heimahúsum. Eðli starfsins samkvæmt má telja, að sjúkrahússlæknirinn sé í minni beinni snertingu við hinn almenna borgara, kröf- ur hans og óskir, en heimilislæknirinn, ssm verður að sinna fólki utan sjúkra- TAFLA I Fjöldi sjúkrasamlagsmeðlima 9 heimilislækna. Skipting eftir kynjum og aldri. Karlar Konur Piltar + stúlkur Læknir I 1.929 2.008 (665+637) = 3.937 Læknir II 1.446 1.511 (508+469) = 2.957 Læknir III 1.418 1.592 (378+361) = 3.010 Læknir IV 1.477 1.655 (521+522) = 3.132 Læknir V 1.270 1.409 (437+430) = 2.679 Læknir VI 1.446 1.512 (508+470) = 2.988 Læknir VII 1.381 1.496 (472+476) = 2.874 Læknir VIII 1.482 1.592 (510+461) = 3.077 Læknir IX 1.424 1.534 (429+407) = 2.958
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.